Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. desember 2014 18:25 Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar). Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar).
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira