Forsætisráðherra magalendir í haftamálinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. desember 2014 20:00 Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“ Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira