Forsætisráðherra segir erfitt fyrir eignafólk að vera umtalað í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 16:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í forsætisráðuneytinu þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum þar í liðinni viku. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29