Innlent

Forsetar ræddu aðildarumsókn Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með forseta Slóvakíu, Ivan Gasparovic, á Bessastöðum í gær.Fréttablaðið/Anton
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með forseta Slóvakíu, Ivan Gasparovic, á Bessastöðum í gær.Fréttablaðið/Anton

Forseti Slóvakíu, Ivan Gasparovic, átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær. Þjóðarleiðtogarnir ræddu meðal annars nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Slóvakía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2002 og segir Gasparovic inngöngu í sambandið hafa átt stóran þátt í efnahagslegri uppbyggingu landsins undanfarin ár.

Gasparovic kom til landsins í gær og heldur áfram för sinni síðar í dag. Hann fundar með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra áður en hann heldur af landi brott auk þess sem hann heimsækir Alþingi.

Gasparovic hefur gegnt embætti forseta frá árinu 2004 og er sá eini í sögu landsins sem náð hefur endurkjöri.

Íslandsdeild Amnesty International afhenti helstu ráðamönnum landsins bréf í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að vekja athygli forseta Slóvakíu á mannréttindabrotum gegn rómabörnum í Slóvakíu. Þúsundir rómabarna þar í landi hljóta að sögn Amnesty International ófullnægjandi menntun í skólum sökum aðskilnaðarstefnu sem ríkir innan menntakerfisins.

Samtökin efna til mótmælafundar fyrir fram alþingishúsið klukkan 9.10 í dag - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×