Innlent

Forseti Alþingis fékk frumvarp að stjórnarskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk frumvarpið afhent í dag.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk frumvarpið afhent í dag.
Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í morgun. Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra ráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins á miðvikudaginn.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingar á stjórnarskrá séu framvegis bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Fulltrúar í Stjórnlagaráði eru einhuga um að veita beri landsmönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Komi fram hugmyndir um breytingar á frumvarpi Stjórnlagaráðs lýsa fulltrúar í ráðinu sig reiðubúna til að koma aftur að málinu áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

Frumvarpið hefst á aðfaraorðum og telur alls 114 ákvæði í níu köflum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×