Innlent

Forsetinn leggur þar sem honum sýnist

Jakob Bjarnar skrifar
Forsetabíllinn kolólöglegur við Háskóla Íslands. Vera spyr hvort það megi sekta forsetann?
Forsetabíllinn kolólöglegur við Háskóla Íslands. Vera spyr hvort það megi sekta forsetann?
Vera Sölvadóttir kvikmyndgerðarmaður, sem nú fæst við að sitja yfir háskólanemum sem eru að taka próf, var á leið í kaffi við Háskóla Íslands um klukkan tíu í gærmorgun. Hún sá þá sjálfan forsetabílinn og það sem meira var; hann var hálfur uppi á gangstétt. Sem sagt kolólöglega lagt en enginn var í bílnum. Vera birti myndina á Facebooksíðu sinni. „Í kjölfarið hef ég heyrt marga tala um að þeir séu alltaf að sjá hann leggja ólöglega. Er bara hvar sem er með bílinn. Fær hann sekt? Má sekta forsetann?“ spyr Vera.

Kolbrún Jónatansdóttir hjá Bílastæðasjóði.
Uppfært kl. 11:30

Spurning Veru er ekki úr lausu lofti gripin því forsetinn nýtur margvíslegra hlunninda í krafti embættis síns. Vísir náði sambandi við Kolbrúnu Jónatansdóttur framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og bar upp spurningu Veru. Kolbrún gefur ekki tommu eftir þó sjálfur forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, eigi í hlut: „Það er ekki heimilt að leggja bílum ólöglega og á það jafnt við um forsetann, borgarstjórann, þig og mig.  Það sleppa alltaf einhverjir sem leggja ólöglega á milli þess sem stöðuverðir eru á ferðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×