Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 31. maí 2016 01:15 Guðni er enn með forskot á aðra frambjóðendur „Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37