Forsprakki stærstu torrentsíðu heims handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2016 22:16 Artem Vaulin er talinn hafa hagnast verulega á rekstri Kickass Torrents. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum birtu í dag ákærur gegn forsprakka Kickass Torrents, sem er stærsta torrentsíða í heimi. Úkraínumaðurinn Artem Vaulin, var handtekinn í Póllandi í dag en honum er gert að hafa dreift höfundaréttarvörðu efni að verðmæti minnst eins milljarða dala, eða um 122 milljörðum króna. Hann er meðal annars einnig sakaður um peningaþvætti. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Kickass Torrents sé í 69. mest sótta vefsvæði í heiminum og þar sé kvikmyndum, tónlist og mörgu öðru dreift ólöglega. Rúmlega 50 milljónir opna síðuna á hverjum mánuði. Síðan hefur verið opin frá árinu 2008.Samkvæmt Washington Times munu yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast eftir því að fá Vaulin framseldan frá Póllandi. „Til þess að komast undan lögreglu er Vaulin talinn hafa notast við vefþjóna víða um heim og fært veffang síðu sinnar vegna lögsókna. Handtaka hans í Póllandi sýnir hins vegar að netglæpamenn geta hlaupið, en þeir geta ekki falið sig frá armi laganna,“ er haft eftir Leslie Caldwell, aðstoðar dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á vef AFP fréttaveitunnar. Lokað hafði verið á hýsingu síðunnar í Bretlandi, Írlandi, Ítalíu, Danmörku, Belgíu og Malasíu. Tekjur síðunnar vegna auglýsingasölu eru taldar hafa verið á milli 12,5 til 22,3 milljónir dala á ári. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum birtu í dag ákærur gegn forsprakka Kickass Torrents, sem er stærsta torrentsíða í heimi. Úkraínumaðurinn Artem Vaulin, var handtekinn í Póllandi í dag en honum er gert að hafa dreift höfundaréttarvörðu efni að verðmæti minnst eins milljarða dala, eða um 122 milljörðum króna. Hann er meðal annars einnig sakaður um peningaþvætti. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Kickass Torrents sé í 69. mest sótta vefsvæði í heiminum og þar sé kvikmyndum, tónlist og mörgu öðru dreift ólöglega. Rúmlega 50 milljónir opna síðuna á hverjum mánuði. Síðan hefur verið opin frá árinu 2008.Samkvæmt Washington Times munu yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast eftir því að fá Vaulin framseldan frá Póllandi. „Til þess að komast undan lögreglu er Vaulin talinn hafa notast við vefþjóna víða um heim og fært veffang síðu sinnar vegna lögsókna. Handtaka hans í Póllandi sýnir hins vegar að netglæpamenn geta hlaupið, en þeir geta ekki falið sig frá armi laganna,“ er haft eftir Leslie Caldwell, aðstoðar dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á vef AFP fréttaveitunnar. Lokað hafði verið á hýsingu síðunnar í Bretlandi, Írlandi, Ítalíu, Danmörku, Belgíu og Malasíu. Tekjur síðunnar vegna auglýsingasölu eru taldar hafa verið á milli 12,5 til 22,3 milljónir dala á ári.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira