Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Ingvar Haraldsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira