Innlent

Fóru á forsetabílnum á Eldsmiðjuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir Eldsmiðjunnar og nágrannar í Þingholtunum ráku augun í það að forsetabílnum var lagt upp á kant við veitingahúsið í gærkvöldi. Sem kunnugt er lauk heimsókn Viktoríu krónprinsessu í gær.

Una Sighvatsdóttir, blaðakona á Morgunblaðinu, var meðal þeirra sem rak augun í sjálfan forsetabílinn, og heldur þótti blaðamanninum bifreiðinni sérkennilega lagt:

Forsetinn og prinsessan fóru út að borða í#Reykjavík í kvöld. Ég hef alltaf sagt að Eldsmiðjan sé besti pizzastaður í heimi," skrifaði Una við mynd sem hún birti á Instagram og má sjá hér að neðan.

Við nánari eftirgrennslan Vísis kom á daginn að ekki var það svo að herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væri þar á ferð ásamt tignum gestum sínum heldur var þarna um að ræða verði úr fylgdarliðinu sem voru að næra sig eftir stranga dagskrá undanfarna daga og höfðu þeir fengið forsetabílinn til afnota.

Samkvæmt heimildum Vísis snæddu Viktoría og fylgdarlið hennar hins vegar kvöldverð á Hannesarholti á Grundarstíg í gærkvöldi.

Kolbrún Jónatansdóttir.
Forsetann má sekta

Ekki er þetta í fyrsta skipti sem athygli vekur hvernig forsetabílnum er lagt á götum borgarinnar. Í maí vakti Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarmaður athygli á því hvernig bílnum var lagt við Háskóla Íslands. Birti Vera myndina á Facebook-síðu sinni.

„Í kjölfarið hef ég heyrt marga tala um að þeir séu alltaf að sjá hann leggja ólöglega. Er bara hvar sem er með bílinn. Fær hann sekt? Má sekta forsetann?“ spurði Vera. Þeirri spurningu svaraði Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.

Það er ekki heimilt að leggja bílum ólöglega og á það jafnt við um forsetann, borgarstjórann, þig og mig.  Það sleppa alltaf einhverjir sem leggja ólöglega á milli þess sem stöðuverðir eru á ferðinni.“


Tengdar fréttir

Forsetinn leggur þar sem honum sýnist

Í gær náðist mynd af glæsibifreið forseta Íslands við Háskólann þar sem hann var hálfur uppi á gangstétt og enginn í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×