Forvörnum ógnað Forvarnarfulltrúar Reykjavíkurborgar skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar