Innlent

Föst á hálendinu í tvo sólarhringa

Gissur Sigurðsson skrifar
Kalsaveður var á Eyjafjarðarleið um helgina, þar sem bandarískt par hafðist við í pikkföstum Land Rover-jeppa.
Kalsaveður var á Eyjafjarðarleið um helgina, þar sem bandarískt par hafðist við í pikkföstum Land Rover-jeppa.
Bandarískt par hafðist við í Land Rover jeppa í tvo sólarhringa og vonsku veðri uppi á hálendinu á Eyjafjarðarleið um helgina.

Parið beygði af Sprengisandsleið í átt að Laugafelli og ætluðu þar niður í Eyjafjörð, en sú leið er enn lokuð og festu þau jeppann í snjó. Þá var kalsaveður og gekk á með slydduéljum og ekkert farsímasamband er á þessum slóðum.

Það var svo ekki fyrr en í gærmorgun að parið áræddi að yfirgefa bílinn og ganga af stað í átt til byggða. Eftir 15 kólómetra göngu hittu þau mann á öflugum bíl, sem flutti þau til Akureyrar. En þá tók við leiðangur með björgunarsveitarmönnum upp á hálendið að sækja jeppann, og komst parið loks í rúmið á hóteli á Akureyri klukkan tvö í nótt. Það mun hafa verið vel búið og vel nestað, því ekkert amaði að fólkinu nema þreyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×