Frá leikskólakennara Steinunn Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2011 00:00 Ég er leikskólakennari í Kópavogi og ég er með tveggja ára gömul börn á deild. Í vinnunni minni eru verðandi verkfræðingar, augnlæknar, sjómenn, matráðar, prófessorar, einkaþjálfarar, snyrtifræðingar og svo mætti lengi telja. Í vinnunni minni fá þau umönnun, umhyggju, fræðslu og þann fróðleik sem þau nýta sér svo til að taka þátt í lífinu. Þau eru nú þegar byrjuð að taka þátt í þjóðfélaginu sem yngstu þegnar þess og við leikskólakennarar stöndum vörð um þessi börn, þeirra þátttöku og þeirra rétt. Ég er sérfræðingur í því að vinna með börn, ég vinn með félagsþroska, félagsfærni, greiningar á þroska og hegðun, hreyfigetu og síðast en ekki síst almenna vellíðan, siðferðisvit og kærleika. Ég er tengiliður við aðra sérfræðinga svo sem sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Ég vinn með helstu sérfræðingum barnanna sem eru foreldrar þeirra og í sameiningu vinnum við með lítinn einstakling sem er að læra á lífið. Fyrir 8 tíma vinnu fæ ég 190.000 krónur útborgaðar á mánuði. Eftir 3 ár í háskólanámi, 4 ár í vinnu og 29 ára lífaldur. Ég get ekki unnið mér inn yfirvinnu því það er verið að spara. Ég sit alla fundi í vinnutímanum og vinn undirbúninginn minn stundum heima því það er ekki alltaf nægur tími eða aðstæður til að gera allt sem þarf að gera. Deildarstjórinn minn er orðin fertug og hækkar ekki meira í launum því í okkar kjarasamningum eru engar launahækkanir eftir fertugt. Þar sem hún er deildarstjóri nú þegar er því enginn möguleiki fyrir hana að fá nokkur hlunnindi eða hækka í launum – hún er bara fertug! Samstarfskona mín sem er leiðbeinandi fær 140.000 krónur útborgaðar fyrir 80% vinnu og öll þau námskeið sem hún getur mögulega tekið. Þar sem hún er einstæð með tvö börn þá borgar það sig ekki fyrir hana að vinna meira því þá fer það allt í skattinn og hún þarf að borga meira í vistun fyrir börnin. Hún er næstum því að borga með sér því það væri hagstæðara fyrir hana að vera á atvinnuleysisbótum og vera heima þegar börnin eru búin í skólanum. Ég er leikskólakennari og er stolt af því en mikið væri ég til í að vera metin að verðleikum og fá borgað í samræmi við þá vinnu sem ég vinn. Kjarasamningar við leikskólakennara eru lausir og búnir að vera það síðan 2009, kosið verður um verkfall á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari í Kópavogi og ég er með tveggja ára gömul börn á deild. Í vinnunni minni eru verðandi verkfræðingar, augnlæknar, sjómenn, matráðar, prófessorar, einkaþjálfarar, snyrtifræðingar og svo mætti lengi telja. Í vinnunni minni fá þau umönnun, umhyggju, fræðslu og þann fróðleik sem þau nýta sér svo til að taka þátt í lífinu. Þau eru nú þegar byrjuð að taka þátt í þjóðfélaginu sem yngstu þegnar þess og við leikskólakennarar stöndum vörð um þessi börn, þeirra þátttöku og þeirra rétt. Ég er sérfræðingur í því að vinna með börn, ég vinn með félagsþroska, félagsfærni, greiningar á þroska og hegðun, hreyfigetu og síðast en ekki síst almenna vellíðan, siðferðisvit og kærleika. Ég er tengiliður við aðra sérfræðinga svo sem sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Ég vinn með helstu sérfræðingum barnanna sem eru foreldrar þeirra og í sameiningu vinnum við með lítinn einstakling sem er að læra á lífið. Fyrir 8 tíma vinnu fæ ég 190.000 krónur útborgaðar á mánuði. Eftir 3 ár í háskólanámi, 4 ár í vinnu og 29 ára lífaldur. Ég get ekki unnið mér inn yfirvinnu því það er verið að spara. Ég sit alla fundi í vinnutímanum og vinn undirbúninginn minn stundum heima því það er ekki alltaf nægur tími eða aðstæður til að gera allt sem þarf að gera. Deildarstjórinn minn er orðin fertug og hækkar ekki meira í launum því í okkar kjarasamningum eru engar launahækkanir eftir fertugt. Þar sem hún er deildarstjóri nú þegar er því enginn möguleiki fyrir hana að fá nokkur hlunnindi eða hækka í launum – hún er bara fertug! Samstarfskona mín sem er leiðbeinandi fær 140.000 krónur útborgaðar fyrir 80% vinnu og öll þau námskeið sem hún getur mögulega tekið. Þar sem hún er einstæð með tvö börn þá borgar það sig ekki fyrir hana að vinna meira því þá fer það allt í skattinn og hún þarf að borga meira í vistun fyrir börnin. Hún er næstum því að borga með sér því það væri hagstæðara fyrir hana að vera á atvinnuleysisbótum og vera heima þegar börnin eru búin í skólanum. Ég er leikskólakennari og er stolt af því en mikið væri ég til í að vera metin að verðleikum og fá borgað í samræmi við þá vinnu sem ég vinn. Kjarasamningar við leikskólakennara eru lausir og búnir að vera það síðan 2009, kosið verður um verkfall á næstu vikum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun