Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina 28. ágúst 2012 09:00 ánægður Prisma Media hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók Óttars M. Norðfjörð, Sólkross.mynd/Elo Vázques „Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar og fyrirhugar að gefa hana út í marslok á næsta ári, á sama tíma og bókmenntahátíðin í París stendur yfir. Sólkross, sem kom út á Íslandi árið 2008, er sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga og er hún fyrsta bók Óttars sem kemur út í Frakklandi. „Ég er þess vegna mjög glaður og spenntur yfir að eignast loksins franska lesendur. Hún kemur út í tengslum við stærstu bókmenntahátíð Frakklands svo það væri draumur að komast þangað." Prisma er næststærsta útgáfufyrirtæki Frakklands á sviði tímarita en annast einnig bókaútgáfu. Í fyrra seldi það 220 milljónir eintaka af tímaritum sínum í Frakklandi. Prisma er í eigu alþjóðlega fjölmiðlaveldisins Bertelsmann. Fyrirtækið ætlar að fara af stað með glæpasagnaseríuna Prisma Noir þar sem kynntar verða fyrir lesendum bækur sem gerast á fjarlægum slóðum og var Sólkross valin til kynningar á Íslandi. Prisma Media hyggst jafnframt búa til sjónvarpsauglýsingu byggða á bókinni þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Sólkross hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Bókin hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki en hér heima hefur hún selst í nokkur þúsund eintökum. Í haust er væntanleg ný bók eftir Óttar, draugasagan Spor skugganna, hjá Sögum útgáfu. „Spor skugganna dansar á mörkum spennusögu og draugasögu," segir Óttar, spurður út í bókina. „Hún fjallar um unga konu sem hefur misst son sinn en hún neitar að trúa því að hann sé látinn. Þegar hún fer að leita drengsins taka undarlegir hlutir að koma fyrir hana." freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
„Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar og fyrirhugar að gefa hana út í marslok á næsta ári, á sama tíma og bókmenntahátíðin í París stendur yfir. Sólkross, sem kom út á Íslandi árið 2008, er sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga og er hún fyrsta bók Óttars sem kemur út í Frakklandi. „Ég er þess vegna mjög glaður og spenntur yfir að eignast loksins franska lesendur. Hún kemur út í tengslum við stærstu bókmenntahátíð Frakklands svo það væri draumur að komast þangað." Prisma er næststærsta útgáfufyrirtæki Frakklands á sviði tímarita en annast einnig bókaútgáfu. Í fyrra seldi það 220 milljónir eintaka af tímaritum sínum í Frakklandi. Prisma er í eigu alþjóðlega fjölmiðlaveldisins Bertelsmann. Fyrirtækið ætlar að fara af stað með glæpasagnaseríuna Prisma Noir þar sem kynntar verða fyrir lesendum bækur sem gerast á fjarlægum slóðum og var Sólkross valin til kynningar á Íslandi. Prisma Media hyggst jafnframt búa til sjónvarpsauglýsingu byggða á bókinni þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Sólkross hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Bókin hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki en hér heima hefur hún selst í nokkur þúsund eintökum. Í haust er væntanleg ný bók eftir Óttar, draugasagan Spor skugganna, hjá Sögum útgáfu. „Spor skugganna dansar á mörkum spennusögu og draugasögu," segir Óttar, spurður út í bókina. „Hún fjallar um unga konu sem hefur misst son sinn en hún neitar að trúa því að hann sé látinn. Þegar hún fer að leita drengsins taka undarlegir hlutir að koma fyrir hana." freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira