Frambjóðandi lofar betra veðri í Reykjavík Jón Július Karlsson skrifar 30. október 2013 06:45 Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lofar betra veðri í höfuðborginni. Til þess þarf að planta trjám í hlíðum Esjunnar og einnig í kringum úthverfi borgarinnar. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, telur að hægt sé að bæta verulega veðurfar í Reykjavík með skipulögðu átaki. Hann hefur framleitt stuttmynd um hvernig hægja má vind í höfuðborginni með markvissri skógrækt.Vind lægir í Reykjavík Í myndinni er gerður samanburður á Reykjavík annars vegar og Keflavíkurflugvelli hins vegar. Vindhraði var svipaður fyrir hálfri öld en talsvert hefur lægt í Reykjavík á þeim tíma sem liðið hefur, aðallega vegna þéttingu byggðar og trjáræktar í og við höfuðborgina. Meðalvindhraði í Reykjavík er í dag 4 m/s en gæti orðið enn lægri ef hugmyndir Björns Jóns ná fram að ganga. „Þetta er mjög raunhæft, sérstaklega í ljósi þess hversu mikil áhrif gróður hefur haft nú þegar. Það sem er sérstaklega áhugavert er uppgræðsla Esjunnar,“ segir Björn Jón. „Ef við myndum rækta skóg í hlíðum Esjunnar með miklu átaki þá gætum við beinlínis hægt á norðanáttinni og bætt lífsgæði hér enn frekar. Það þarf að ráðast í skipulegt átak í því að koma upp skjólbeltum umhverfis borgarhverfin til þess að hægja á ríkjandi vindáttum.“ Rætt er við Þór Jakobsson veðurfræðing í myndinni og telur hann að aukin skógrækt gæti dregið úr vindi í Reykjavík. Björn Jón stefnir að 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer um miðjan nóvember. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lofar betra veðri í höfuðborginni. Til þess þarf að planta trjám í hlíðum Esjunnar og einnig í kringum úthverfi borgarinnar. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, telur að hægt sé að bæta verulega veðurfar í Reykjavík með skipulögðu átaki. Hann hefur framleitt stuttmynd um hvernig hægja má vind í höfuðborginni með markvissri skógrækt.Vind lægir í Reykjavík Í myndinni er gerður samanburður á Reykjavík annars vegar og Keflavíkurflugvelli hins vegar. Vindhraði var svipaður fyrir hálfri öld en talsvert hefur lægt í Reykjavík á þeim tíma sem liðið hefur, aðallega vegna þéttingu byggðar og trjáræktar í og við höfuðborgina. Meðalvindhraði í Reykjavík er í dag 4 m/s en gæti orðið enn lægri ef hugmyndir Björns Jóns ná fram að ganga. „Þetta er mjög raunhæft, sérstaklega í ljósi þess hversu mikil áhrif gróður hefur haft nú þegar. Það sem er sérstaklega áhugavert er uppgræðsla Esjunnar,“ segir Björn Jón. „Ef við myndum rækta skóg í hlíðum Esjunnar með miklu átaki þá gætum við beinlínis hægt á norðanáttinni og bætt lífsgæði hér enn frekar. Það þarf að ráðast í skipulegt átak í því að koma upp skjólbeltum umhverfis borgarhverfin til þess að hægja á ríkjandi vindáttum.“ Rætt er við Þór Jakobsson veðurfræðing í myndinni og telur hann að aukin skógrækt gæti dregið úr vindi í Reykjavík. Björn Jón stefnir að 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer um miðjan nóvember.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira