Innlent

Framhaldsskólakennarar leggja mismikið á sig

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/AFP
Það er mjög algegnt hjá til dæmis tveimur framhaldsskólakennurum sem báðir eru með 35 nemendur í upphafi annar að annar skili fimm af sér í lokin en hinn 20.

Það eru til kennarar sem sinna nemendum sínum af alúð og þá er brottfall minna. En það eru líka til kennarar sem sinna starfinu að litlum áhuga og komast upp með það. Þetta kom fram í máli framhaldskólakennara sem vildi ekki láta nafns síns getið í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú fyrir stuttu.

Kennarinn heldur því fram að starf framhaldskólakennara hafi auðveldast mjög með tilkomu nýrrar tæki. Starf þeirra sé í raun gjörbreytt. Þetta sé orðið svo lítið mál í samanburði hvernig var að það ætti að vera auðvelt að stytta námið í framhaldsskólanum í þrjú ár. Þannig myndi peningur sparast, bæði fyrir nemendur og fyrir samfélagið.

Sigurjón sjálfur skoðaði stundatöflur nokkurra kennara og komst að því að samkvæmt þeim töflum sem hann skoðaði væru kennarar í framhaldsskóla að sinna frá átta og upp 22 klukkustunda kennslu á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×