Framkvæmdir hafnar vegna útilaugar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:15 Orkuveitan vinnur nú að tilflutningi raflagna áður en raunverulegur uppgröftur vegna laugarsvæðisins hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira