Framleiðendum hyglað á kostnað innflytjenda Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 09:00 Lífræna mjólkin er meðal annars notuð til framleiðslu á hvítmygluosti. Vísir/Getty Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem óskaði eftir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á innlendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir úthlutunina sýna ákveðið misræmi í framkvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vísbendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðendum aðra meðferð en smá- og heildsölum þegar kemur að tollkvótum. Þannig óskuðu Hagar eftir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrúar síðastliðnum, með þeim rökstuðningi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hagar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessarar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að flytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að flytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA.Björg Ásta ÞórðardóttirÓlafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefinn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eftir tollkvóta fyrir kjúkling, hvort sem þeir ætla sér að flytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífrænan kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa röksemd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum tilvikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýsluframkvæmd hafa neikvæð áhrif á samkeppni hér á þessu sviði þar sem jafnræðis sé ekki gætt. Enn fremur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess réttar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skortur á kjúklingi. Hlutverk ráðherra er einfaldlega að bregðast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyrir hvern. Reglan er hlutbundin og beiting hennar á að vera málefnaleg,“ segir Björg Ásta. Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem óskaði eftir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á innlendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir úthlutunina sýna ákveðið misræmi í framkvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vísbendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðendum aðra meðferð en smá- og heildsölum þegar kemur að tollkvótum. Þannig óskuðu Hagar eftir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrúar síðastliðnum, með þeim rökstuðningi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hagar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessarar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að flytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að flytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA.Björg Ásta ÞórðardóttirÓlafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefinn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eftir tollkvóta fyrir kjúkling, hvort sem þeir ætla sér að flytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífrænan kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa röksemd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum tilvikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýsluframkvæmd hafa neikvæð áhrif á samkeppni hér á þessu sviði þar sem jafnræðis sé ekki gætt. Enn fremur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess réttar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skortur á kjúklingi. Hlutverk ráðherra er einfaldlega að bregðast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyrir hvern. Reglan er hlutbundin og beiting hennar á að vera málefnaleg,“ segir Björg Ásta.
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira