Framsóknarflokkurinn mælist stærstur Hugrún Halldórsdóttir skrifar 15. mars 2013 17:09 Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira