Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 19:14 „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“ Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Sjá meira
„Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“
Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Sjá meira
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38