Framsóknarmenn eru líklegastir til að eiga byssu Brjánn Jónasson skrifar 21. janúar 2013 06:00 Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni. Alls eiga 16,2 prósent landsmanna á kosningaaldri, eða einn af hverjum sex, einhvers konar skotvopn. Sé miðað við tölur gunpolicy.org má segja að hver skotvopnaeigandi eigi að meðaltali tvær byssur. Gera má ráð fyrir því að mikill meirihluti þessara skotvopna sé haglabyssur og veiðirifflar. Munurinn á kynjunum er mikill. 25,3 prósent karlmanna eiga byssu en 7,3 prósent kvenna. Íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að eiga skotvopn en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þó að munurinn sé ekki ýkja mikill. Um 17,8 prósent íbúa landsbyggðarinnar eiga byssu, en 15,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þá eru þeir sem eldri eru líklegri til að eiga skotvopn. Alls eiga 18,5 prósent þeirra sem eru 50 ára eða eldri byssu, en 14,3 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára. Þá sýnir sig að þeir sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu til flokka eru ólíklegastir til að eiga skotvopn, en í þeim hópum eiga 11,1 og 6,1 prósent byssu. Hringt var í 1.342 manns þar til náðist í 800, samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. janúar og 17. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Átt þú skotvopn? Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni. Alls eiga 16,2 prósent landsmanna á kosningaaldri, eða einn af hverjum sex, einhvers konar skotvopn. Sé miðað við tölur gunpolicy.org má segja að hver skotvopnaeigandi eigi að meðaltali tvær byssur. Gera má ráð fyrir því að mikill meirihluti þessara skotvopna sé haglabyssur og veiðirifflar. Munurinn á kynjunum er mikill. 25,3 prósent karlmanna eiga byssu en 7,3 prósent kvenna. Íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að eiga skotvopn en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þó að munurinn sé ekki ýkja mikill. Um 17,8 prósent íbúa landsbyggðarinnar eiga byssu, en 15,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þá eru þeir sem eldri eru líklegri til að eiga skotvopn. Alls eiga 18,5 prósent þeirra sem eru 50 ára eða eldri byssu, en 14,3 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára. Þá sýnir sig að þeir sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu til flokka eru ólíklegastir til að eiga skotvopn, en í þeim hópum eiga 11,1 og 6,1 prósent byssu. Hringt var í 1.342 manns þar til náðist í 800, samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. janúar og 17. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Átt þú skotvopn?
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira