Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 12:53 Eggert Skúlason, ritstjóri DV. Vísir/GVA Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason. Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason.
Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17
„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46