Erlent

Framtíð Grikkja ræðst á morgun

Framtíð Grikkja innan evrusamstarfsins mun ráðast á morgun þegar þingkosningar fara fram í landinu. Antoni Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, sagði á útifundi í Aþenu í gær að valið stæði á milli þess að taka upp drökmu á ný eða halda í evruna.

Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Samars, vill halda Grikkjum innan evrusamstarfsins en flokkurinn leggur hins vegar áherslu á að ná nýju samkomulagi við Evrópusambandið um aðhaldsaðgerðir.

Helsti keppinautur Samaras er Alexis Tsipras, leiðtogi vinstrabandalagsins Syri-za, en flokkarnir mælast með svipað fylgi samkvæmt óformlegum könnunum.

Tsipras vill halda Grikkjum innan evrusamstarfsins en leggst gegn þeim skilmálum sem hafa fylgt lánveitingum frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tsipras hefur vísað til þess að Spánverjar hafi fengið neyðarlán án þesss að þurfa að ganga í gegnum jafn mikinn niðurskurð í opinberum útgjöldum.

Leiðtogar evrulandanna eru viðbragðsstöðu vegna kosninganna í Grikklandi en ekki liggur fyrir hvað áhrif niðurstöðurnar kunna að hafa á þróun evrusamstarfsins.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa boðað til símafundar á morgun þegar niðurstöður þingskosninganna liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×