Innlent

Franskur ofurhugi tekst á við Eyjafjallajökul

Hverjum myndi detta í hug að stökkva út úr þyrlu í fjögurra kílómetra hæð yfir einu alræmdasta eldfjalli Íslands, sjálfum Eyjafjallajökli? Franski ofurhuginn og Íslandsvinurinn Matthias Giraud fékk þessa flugu í höfuðið.

Matthias sat fastur á Íslandi vegna gossins í jöklinum í fyrra. Hann ákvað því að kynnast honum aðeins nánar og reyndi að fljúga yfir allan jökulinn íklæddur sérstökum svifgalla.

Það gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×