Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2015 14:54 Baráttukonur við Alþingishúsið. MYND/ANDRI SIGURÐUR HARALDSSON Mikil gróska er í gangi í íslenskum femínsma, konur geta tekið eignarrétinn á eigin líkama og Reykjavíkurdætur hefðu aldrei náð vinsældum í Danmörku. Þetta kom fram á málstofunni Hverju skila brjóstabyltingar? sem fram fór í húsakynnum Háskólans á Bifröst að Hverfisgötu í dag. Markmið fundarins var að leita svara við hinum ýmsu spurningum sem vaknað hafa meðal margra berbreystinga, sem og annarra, í kjölfar Free the Nipple-bylgjunnar sem reis hæst í mars síðastliðnum. „Aðgerðir sem vöktu athygli víða erlendis og tóku algerlega yfir umræðuna á Íslandi í nokkra daga, eru nú eins og eitthvað úr fortíðinni, eitthvað sem við getum skoðað og greint í ljósi tímans,“ eins og komist var að orði á vefsíðu viðburðarins. Breyttist eitthvað í kjölfar byltingarinnar eða er enn of snemmt að meta það? Er hægt að breyta samfélagi eða hugmyndum fólks með aðgerðum af þessu tagi og hverju skila aðgerðir eins og að birta myndir af sér berbrjósta? Þessum spurningum, og fleirum, reyndu framsögumenn fundarins þær Hulda Hólmkelsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir að leita svara við með aðstoð þeirra 50 áhugasömu karla og kvenna sem sóttu fundinn.Free The Nipple opnaði flóðgátt Hulda sagði í framsögu sinni hún teldi marga ekki átta sig á því hversu róttæk Free The Nipple-herferðin var í raun og að mörgum væri enn óljóst hvaða markmiðum hún átti að skila. Það væri þó skiljanlegt, byltingin hafi verið margslungin og tæki á mörgum vandamálum samfélagsins. Hún hafi opnað dyrnar fyrir mörgum öðrum málefnum, bæði léttari og þyngri. „Það er engin tilviljun að íslenskar konur séu að opna sig um kynjamisrétti í auknum mæli, Free the nipple opnaði flóðgátt,“ sagði Hulda og tók dæmi af hinum ýmsu samfélagsmiðlaólgum, svo sem Þöggun og Konur tala, máli sínu til stuðnings. Hulda Hólmkelsdóttir, stjórnmálafræðinemiVísir/VALGARÐURHulda greindi frá þremur víddum Free the Nipple-byltingarinnar, sem hún taldi allar undirstrika valdeflandi eiginleika hennar. Í fyrsta lagi væri það krafan um að konur eigi að ráða yfir eigin líkama. Sú krafa tengist svo inn á umræðuna um stafrænt kynferðisofbeldi og dreifingu nektarmyndar á netinu. „Um leið og konur ráða yfir eigin líkama, taka valdið í sinar hendur, er búið að gengisfella stafrænt kynferðisofbeldi því sú birtingarmynd, eins og aðrar birtingarmyndir kynferðisofbeldis, snýst um vald,“ sagði Hulda. Í þriðja lagi væri það svo „þessi fáránlega hugmynd“ að brjóst eigi alltaf að vera kynferðisleg, eins og Hulda komst að orði. Það snúist fyrst og fremst um samhengi. „Það eru margir líkamshlutar karla sem mér finnst kynþokkafullir sem teljast ekki til kynfæra, til dæmis hendur og bök. Ég næ samt að hemja mig um að kalla á eftir karlmönnum niður götur eða kalla þá druslur ef þeir birta mynd af sér þar sem sést í hendur eða bök þeirra,“ sagði Hulda og bætti við að það að konur þyrftu að hylja sig til að vernda karlmenn frá stjórnlausri kynhvöt gerði fyrst og fremst lítið úr karlmönnum. „Karlmenn eru nefnilega ekki villidýr.“Yngri femínistar gagnrýnni en áður Ásta Jóhannsdóttir steig því næst á svið og greindi frá rannsókn sinni um upplifanir ungs fólks á kyngervi sínu en Ásta er doktorsnemi í félagsfræði. Hún sagði að á þeim árum sem rannsókn hennar hafi staðið yfir, árin 2012-2014, hafi mátt greina ákveðna umturnun í afstöðu ungra kvenna til femínisma. Í upphafi hafi þær reynt eftir fremsta megni að aðgreina sig frá hinum svokölluðu „öfgafemínistum“ en um tveimur árum síðar hafi þær tekið femínismanum opnum örmum – þær hafi sagt hann valdeflandi. Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræðiVísir/ValgarðurSkýringanar megi að einhverju leyti rekja til aukinnar samfélagslegrar umræðu um jafnréttismál og málefni kynjanna. Á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir hafi fjölda framhaldsskóla stofnað femínistafélög og hafi þau meðal annars lagt lóð sín á vogarskálarnar í þessari vitundarvakningu – þrátt fyrir hina svokölluðu „gauramenningu“ sem enn þrífst innan framhaldsskólanna. Ásta sagði, og tók þar í sama streng og Hulda, að ákveðin kynslóðaskipti væru að eiga sér stað í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og að yngri femínistar væru gagnrýnni á umvöndunartón þeirra eldri en áður hefði þekkst. Ungir feministar væru orðnir langþreyttir og pirraðir á öllu áreitinu, öllu hefndarkláminu sem enn þrifist í samfélaginu og hafi því gripið til aðgerða. Þeim þætti ótækt að búa við orðræðu sem gerði út á þeir hefðu frelsið til að velja en á sama til upplifa það að þeir hefðu, þegar öllu væri á botninn hvolft, ekkert frelsi. Það hafi því lengi kraumað margar og miklar tilfinningar undirniðri meðal íslenskra kvenna sem svo hafi sprungið út með Free The Nipple. Ásta segist hafa verið með króníska gæsahúð allan daginn yfir því systralagi sem skapaðist þennan örlaga ríka dag í mars.Enginn veit hvað byltingin mun bera í skauti sér Þrátt fyrir að mörgum spurningum væri enn ósvarað um afleiðingar byltingarinnar; til að mynda hvort hún muni hafa í för með sér að konur minnki ritskoðun á sjálfa sig, hvort að hefndarklám muni með öllu missa marks eða hvort hlutgerving kvenna muni aukst eða minnka, sagði Ásta ljóst að konur gætu tekið eignarrétinn á sínum eigin líkama. Róttækur femínismi væri kominn af jaðrinum og inn í daglega umræðu sem hafi endurspeglast hvað skýrast í dægurmenningu landans. Reykjavíkurdætur, samansafn róttækra femínískra rappara, hafi til að mynda komið fram í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins – Áramótaskaupinu - sem Ásta efaðist um að gæti gerst nokkurs staðar annars staðar en í hinu litla samfélagi á Íslandi. „Þetta hefði aldrei gerst í Danmörku,“ sagði hún og uppskar hlátrasköll frá viðstöddum. Kynlegir Kvistir, Druslugangan, #6dagsleikinn, Beauty Tips, femínistafélög í framhaldsskólum og broskallar á Facebook bæru þess þá öll merki að einhverjar vendingur væru að eiga sér stað í jafnréttismálum landans. „Það er einhver bolti farinn af stað, það er einhver gróska í gangi sem við vitum ekki hvernig mun enda,“ sagði Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Mikil gróska er í gangi í íslenskum femínsma, konur geta tekið eignarrétinn á eigin líkama og Reykjavíkurdætur hefðu aldrei náð vinsældum í Danmörku. Þetta kom fram á málstofunni Hverju skila brjóstabyltingar? sem fram fór í húsakynnum Háskólans á Bifröst að Hverfisgötu í dag. Markmið fundarins var að leita svara við hinum ýmsu spurningum sem vaknað hafa meðal margra berbreystinga, sem og annarra, í kjölfar Free the Nipple-bylgjunnar sem reis hæst í mars síðastliðnum. „Aðgerðir sem vöktu athygli víða erlendis og tóku algerlega yfir umræðuna á Íslandi í nokkra daga, eru nú eins og eitthvað úr fortíðinni, eitthvað sem við getum skoðað og greint í ljósi tímans,“ eins og komist var að orði á vefsíðu viðburðarins. Breyttist eitthvað í kjölfar byltingarinnar eða er enn of snemmt að meta það? Er hægt að breyta samfélagi eða hugmyndum fólks með aðgerðum af þessu tagi og hverju skila aðgerðir eins og að birta myndir af sér berbrjósta? Þessum spurningum, og fleirum, reyndu framsögumenn fundarins þær Hulda Hólmkelsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir að leita svara við með aðstoð þeirra 50 áhugasömu karla og kvenna sem sóttu fundinn.Free The Nipple opnaði flóðgátt Hulda sagði í framsögu sinni hún teldi marga ekki átta sig á því hversu róttæk Free The Nipple-herferðin var í raun og að mörgum væri enn óljóst hvaða markmiðum hún átti að skila. Það væri þó skiljanlegt, byltingin hafi verið margslungin og tæki á mörgum vandamálum samfélagsins. Hún hafi opnað dyrnar fyrir mörgum öðrum málefnum, bæði léttari og þyngri. „Það er engin tilviljun að íslenskar konur séu að opna sig um kynjamisrétti í auknum mæli, Free the nipple opnaði flóðgátt,“ sagði Hulda og tók dæmi af hinum ýmsu samfélagsmiðlaólgum, svo sem Þöggun og Konur tala, máli sínu til stuðnings. Hulda Hólmkelsdóttir, stjórnmálafræðinemiVísir/VALGARÐURHulda greindi frá þremur víddum Free the Nipple-byltingarinnar, sem hún taldi allar undirstrika valdeflandi eiginleika hennar. Í fyrsta lagi væri það krafan um að konur eigi að ráða yfir eigin líkama. Sú krafa tengist svo inn á umræðuna um stafrænt kynferðisofbeldi og dreifingu nektarmyndar á netinu. „Um leið og konur ráða yfir eigin líkama, taka valdið í sinar hendur, er búið að gengisfella stafrænt kynferðisofbeldi því sú birtingarmynd, eins og aðrar birtingarmyndir kynferðisofbeldis, snýst um vald,“ sagði Hulda. Í þriðja lagi væri það svo „þessi fáránlega hugmynd“ að brjóst eigi alltaf að vera kynferðisleg, eins og Hulda komst að orði. Það snúist fyrst og fremst um samhengi. „Það eru margir líkamshlutar karla sem mér finnst kynþokkafullir sem teljast ekki til kynfæra, til dæmis hendur og bök. Ég næ samt að hemja mig um að kalla á eftir karlmönnum niður götur eða kalla þá druslur ef þeir birta mynd af sér þar sem sést í hendur eða bök þeirra,“ sagði Hulda og bætti við að það að konur þyrftu að hylja sig til að vernda karlmenn frá stjórnlausri kynhvöt gerði fyrst og fremst lítið úr karlmönnum. „Karlmenn eru nefnilega ekki villidýr.“Yngri femínistar gagnrýnni en áður Ásta Jóhannsdóttir steig því næst á svið og greindi frá rannsókn sinni um upplifanir ungs fólks á kyngervi sínu en Ásta er doktorsnemi í félagsfræði. Hún sagði að á þeim árum sem rannsókn hennar hafi staðið yfir, árin 2012-2014, hafi mátt greina ákveðna umturnun í afstöðu ungra kvenna til femínisma. Í upphafi hafi þær reynt eftir fremsta megni að aðgreina sig frá hinum svokölluðu „öfgafemínistum“ en um tveimur árum síðar hafi þær tekið femínismanum opnum örmum – þær hafi sagt hann valdeflandi. Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræðiVísir/ValgarðurSkýringanar megi að einhverju leyti rekja til aukinnar samfélagslegrar umræðu um jafnréttismál og málefni kynjanna. Á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir hafi fjölda framhaldsskóla stofnað femínistafélög og hafi þau meðal annars lagt lóð sín á vogarskálarnar í þessari vitundarvakningu – þrátt fyrir hina svokölluðu „gauramenningu“ sem enn þrífst innan framhaldsskólanna. Ásta sagði, og tók þar í sama streng og Hulda, að ákveðin kynslóðaskipti væru að eiga sér stað í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og að yngri femínistar væru gagnrýnni á umvöndunartón þeirra eldri en áður hefði þekkst. Ungir feministar væru orðnir langþreyttir og pirraðir á öllu áreitinu, öllu hefndarkláminu sem enn þrifist í samfélaginu og hafi því gripið til aðgerða. Þeim þætti ótækt að búa við orðræðu sem gerði út á þeir hefðu frelsið til að velja en á sama til upplifa það að þeir hefðu, þegar öllu væri á botninn hvolft, ekkert frelsi. Það hafi því lengi kraumað margar og miklar tilfinningar undirniðri meðal íslenskra kvenna sem svo hafi sprungið út með Free The Nipple. Ásta segist hafa verið með króníska gæsahúð allan daginn yfir því systralagi sem skapaðist þennan örlaga ríka dag í mars.Enginn veit hvað byltingin mun bera í skauti sér Þrátt fyrir að mörgum spurningum væri enn ósvarað um afleiðingar byltingarinnar; til að mynda hvort hún muni hafa í för með sér að konur minnki ritskoðun á sjálfa sig, hvort að hefndarklám muni með öllu missa marks eða hvort hlutgerving kvenna muni aukst eða minnka, sagði Ásta ljóst að konur gætu tekið eignarrétinn á sínum eigin líkama. Róttækur femínismi væri kominn af jaðrinum og inn í daglega umræðu sem hafi endurspeglast hvað skýrast í dægurmenningu landans. Reykjavíkurdætur, samansafn róttækra femínískra rappara, hafi til að mynda komið fram í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins – Áramótaskaupinu - sem Ásta efaðist um að gæti gerst nokkurs staðar annars staðar en í hinu litla samfélagi á Íslandi. „Þetta hefði aldrei gerst í Danmörku,“ sagði hún og uppskar hlátrasköll frá viðstöddum. Kynlegir Kvistir, Druslugangan, #6dagsleikinn, Beauty Tips, femínistafélög í framhaldsskólum og broskallar á Facebook bæru þess þá öll merki að einhverjar vendingur væru að eiga sér stað í jafnréttismálum landans. „Það er einhver bolti farinn af stað, það er einhver gróska í gangi sem við vitum ekki hvernig mun enda,“ sagði Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira