Frelsissviptingarmál í Fellsmúla: Reynt að koma í veg fyrir að parið flýi land Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2016 10:41 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir við Fellsmúla í gær. Vísir/GVA Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa. Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa.
Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03
Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00