Viðskipti innlent

Fresta gjalddaga í fimmta sinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda á grundvelli Lóðar- og hafnarsamningsins færist aftur til 15. maí 2016.
Fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda á grundvelli Lóðar- og hafnarsamningsins færist aftur til 15. maí 2016. vísir/gva
Reykjaneshöfn og Thorsil ehf. hafa í dag gert með sér samkomulag um að fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda á grundvelli Lóðar- og hafnarsamningsins færist aftur til 15. maí 2016. Þetta er í fimmta sinn sem gjalddaga er frestað.

Tildrög samkomulagsins eru þau að framgangur verkefnisins sem Lóðar- og hafnarsamningurinn tekur til hefur verið nokkru hægari en ráð var fyrir, m.a. hvað varðar afléttingu fyrirvara vegna útgáfu leyfa og afgreiðslu ESA. Vegna þessara tafa hafa aðilar breytt tímamörkum gagnkvæmra skuldbindinga.

Samkomulagið gerir meðal annars ráð fyrir að fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda á grundvelli Lóðar- og hafnarsamningsins færist aftur til 15. maí 2016, gegn því að búið verði að aflétta fyrirvörum fyrir þann tíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×