Frestar nýjum Landspítala um 10-15 ár að byggja ekki við Hringbraut Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. júlí 2016 19:25 Það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, beindi þeirri fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum hvað það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um mörg ár ef hann yrði ekki byggður við Hringbraut. Ráðherra óskaði eftir formlegu svari frá Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins við þessari spurningu, að hans sögn til þess að ekki væri hægt að saka pólitíkus um að búa til einhvern tímafrest en fyrirspurninni verður svarað í næsta mánuði.Frestar afhendingu um 10 til 15 ár „Það að ákveða að byggja yfir þjóðarsjúkrahúsið annars staðar en ráðagerðir eru uppi um í dag, og er raunar hafið, það mun þýða frestun um töluvert langan tíma. Mörg ár,” segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Fimm ár? Tíu ár? „Ég get á þessu stigi ekki upplýst það. Í drögum af svari sem að ég hef séð, þá er það verulega langur tími,” segir Kristján. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að skila ráðherra svari við fyrrgreindri spurningu. Þá staðfesti Ásdís að það væri niðurstaða þessarar athugunar að nýr Landspítali á nýjum stað, til að mynda við Vífilsstaði, myndi fresta afhendingu spítalans um 10 til 15 ár.Þvert á fullyrðingar Þessi niðurstaða er þvert á fullyrðingar Samtaka um betri spítala á betri stað. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að byggja megi nýjan spítala á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann geti verið tilbúinn árið 2025 eða tveimur árum á undan sjúkrahúsinu við Hringbraut. Nokkrir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa talað fyrir því að aðrar staðsetningar verði skoðaðar. Meðal annars var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, spurður að því á Alþingi í vor hvort hann telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut. Svar ráðherra var eftirfarandi: „Það væri að mati ráðherra mjög álitlegt að byggja nýjan Landspítala annars staðar, t.d. á Vífilsstöðum.”Tekið tvo áratugi Framsóknarflokkurinn hefur haft þá skoðun að það ætti að skoða aðrar staðsetningar. Væri ekki hægt að vinna þetta samhliða, það er að segja að halda áfram að byggja en á sama tíma að skoða aðrar staðsetningar? „Ég held að við séum bara komin í þá stöðu að framkvæmdir eru hafnar við Hringbrautina. Það er sjálfsagt mál að leiða hugann að því hvort, hvernig, hvenær eigi að hefjast handa við að byggja upp nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Það er lengri tíma verkefni og við sjáum það bara á þessu verkefni sem kennt er við Hringbraut að það hefur tekið um tvo áratugi að koma því á þann stað sem það er í dag,” segir Kristján Þór. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, beindi þeirri fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum hvað það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um mörg ár ef hann yrði ekki byggður við Hringbraut. Ráðherra óskaði eftir formlegu svari frá Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins við þessari spurningu, að hans sögn til þess að ekki væri hægt að saka pólitíkus um að búa til einhvern tímafrest en fyrirspurninni verður svarað í næsta mánuði.Frestar afhendingu um 10 til 15 ár „Það að ákveða að byggja yfir þjóðarsjúkrahúsið annars staðar en ráðagerðir eru uppi um í dag, og er raunar hafið, það mun þýða frestun um töluvert langan tíma. Mörg ár,” segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Fimm ár? Tíu ár? „Ég get á þessu stigi ekki upplýst það. Í drögum af svari sem að ég hef séð, þá er það verulega langur tími,” segir Kristján. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að skila ráðherra svari við fyrrgreindri spurningu. Þá staðfesti Ásdís að það væri niðurstaða þessarar athugunar að nýr Landspítali á nýjum stað, til að mynda við Vífilsstaði, myndi fresta afhendingu spítalans um 10 til 15 ár.Þvert á fullyrðingar Þessi niðurstaða er þvert á fullyrðingar Samtaka um betri spítala á betri stað. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að byggja megi nýjan spítala á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann geti verið tilbúinn árið 2025 eða tveimur árum á undan sjúkrahúsinu við Hringbraut. Nokkrir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa talað fyrir því að aðrar staðsetningar verði skoðaðar. Meðal annars var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, spurður að því á Alþingi í vor hvort hann telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut. Svar ráðherra var eftirfarandi: „Það væri að mati ráðherra mjög álitlegt að byggja nýjan Landspítala annars staðar, t.d. á Vífilsstöðum.”Tekið tvo áratugi Framsóknarflokkurinn hefur haft þá skoðun að það ætti að skoða aðrar staðsetningar. Væri ekki hægt að vinna þetta samhliða, það er að segja að halda áfram að byggja en á sama tíma að skoða aðrar staðsetningar? „Ég held að við séum bara komin í þá stöðu að framkvæmdir eru hafnar við Hringbrautina. Það er sjálfsagt mál að leiða hugann að því hvort, hvernig, hvenær eigi að hefjast handa við að byggja upp nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Það er lengri tíma verkefni og við sjáum það bara á þessu verkefni sem kennt er við Hringbraut að það hefur tekið um tvo áratugi að koma því á þann stað sem það er í dag,” segir Kristján Þór.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira