Frestun Dýrafjarðarganga? Nei, takk! Ásthildur Sturludóttir skrifar 28. júlí 2015 07:00 Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun