Fréttaskýring: Verð á lambakjöti hækkar mikið í haust Friðrik Indriðason skrifar 15. júlí 2011 12:49 Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira