Fréttir af akri allsnægtanna Edda K. Sigurjónsdóttir skrifar 31. október 2014 09:18 Hugrekki og gagnrýnin, skapandi hugsun eru undirstaðan í starfi myndlistarmannsins. Að njóta myndlistar nærir og örvar gagnrýna hugsun, sem sennilega er það sem okkur skortir einna mest. Finnum við hvað við raunverulega trúum á í hjartanum og fylgjum því – án þess að miðla sífellt málum, samþykkjum það sem síðasti ræðumaður sagði eða erum við hálfdofin og látum yfir okkur ganga framkvæmdir drifnar af skammsýni og eiginhagsmunum? Myndlistin getur hjálpað okkur á margan hátt. Með því að njóta myndlistar má virkja ímyndunaraflið og næra gagnrýna hugsun. Og með því að fjárfesta í myndlist má nýta ótalmörg ónýtt sóknarfæri, efla stóran atvinnuveg og meira að segja skapa fullt af tekjum fyrir land og þjóð. Þó tekjurnar séu ekki í öllum tilfellum beinar eru nefnilega líka stunduð alvöru viðskipti í myndlist. Það eru alltaf kyndilberar í hverri grein sem halda ótrauðir inn í óvissuna. Með músuna sér við hlið geta þau við góðar aðstæður verið neistinn og sprekið sem hleypa af stað ofsakröftugu báli, hverfa svo sjálf inn í eldhafið en þjóna lykilhlutverki í heildarsamhenginu. Mér finnst eins og ég sé daglega umkringd mörgum svona hugrökkum manneskjum með skýra sýn og mig langar oft til að margfalda og magna upp raddir þeirra og gjörðir svo allir heyri, en finnst um leið eins og það nenni eiginlega enginn að hlusta – að súrefnismagnið til að glæða bálið sé sífellt minnkað. Ég held að óþægilega mörgum í samfélaginu okkar, allsnægtarsamfélaginu, líði langt í frá vel og séu óafvitandi með banana í eyrunum. Það er skrýtið til þess að hugsa að við virðumst oft velja að dvelja í vondu ástandi og leyfa því að versna, þótt við höfum öll tromp á hendi til að prófa aðra leið. Við erum umvafin safaríkum efnivið hér á akri allsnægtanna og við erum umkringd ævintýralegum óravíddum, urmli hugmynda og tækifæra og ónýttra sóknarfæra. Í fjarska kunna þessar óþekktu leiðir að virðast aðeins fyrir djarfa eldhuga að halda inn á. En mikið væri gott að finna hugrekkið og fara saman, kynda bálið og virkja eigin skilningarvit, finna hvað hjartað kallar á og finna ónýtta kraftinn sem við eigum sjálf. Mér þætti gaman ef við myndum nýta skapandi titringinn og eldmóðinn í myndlistarlandslaginu hér, virkja hann og margefla. Það er fyrir menninguna og náttúruna sem fólk vill heimsækja Ísland og upp á þær þurfum við að passa. Virkjum menninguna og verndum náttúruna. Þetta ætti að vera augljóst mál hvort sem litið er á það frá sjónarmiði andlegra eða veraldlegra gæða. Undirrituð hefur á undanförnum árum framleitt ýmis verkefni og fengið ágæta innsýn inn í innviði hinna ýmsu menningarstofnana, listamannareknu rýma, safna og gallería og inn í líf og þróun verka fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og annarra sem byggja afkomu sína á sköpunarkraftinum. Ég held að peningar séu á fáum sviðum eins vel nýttir og í menningunni en tækifærin eru ótalmörg vannýtt. Mótframlag listamanna er líka ómælt enda alkunnugt að mikils ósamræmis gætir á milli vinnuframlags og tekna. Starfsumhverfi myndlistarmanna og margra þeirra sem starfa í menningargeiranum er óstöðugt og verulega takmarkað fjármagn virðist vera í nánast öllum verkefnum. Af þessu lærist sitthvað um útsjónarsemi, nýjar leiðir og að með samtakamætti og í trausti manna á milli má koma ótrúlegustu hlutum í framkvæmd. Eilíf blóðtaka er þó þreytandi og lítil næring er í teiknuðum kartöflum og burtflognum hænsnum til lengdar. Það er nóg til af góðum hugmyndum og auðæfum sem deila mætti bróðurlegar á milli þó misjafnt séu þau metin til fjár. Valdið og ábyrgðin eru okkar, gefum það ekki frá okkur og hugsum vandlega hvert við stefnum. Ég held að innst inni séum við í raun öll á sömu leið. Leiðinni heim, heim til míns hjarta – þar sem ríkir frelsi og öryggi og allt er vaðandi í ást og hamingju. Getum við nýtt samtakamátt okkar, horft langt fram á veginn og nýtt okkur listina til alls hins besta? Mikið væri það frábært. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Myndlist og hugsun Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? 30. október 2014 10:06 Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hugrekki og gagnrýnin, skapandi hugsun eru undirstaðan í starfi myndlistarmannsins. Að njóta myndlistar nærir og örvar gagnrýna hugsun, sem sennilega er það sem okkur skortir einna mest. Finnum við hvað við raunverulega trúum á í hjartanum og fylgjum því – án þess að miðla sífellt málum, samþykkjum það sem síðasti ræðumaður sagði eða erum við hálfdofin og látum yfir okkur ganga framkvæmdir drifnar af skammsýni og eiginhagsmunum? Myndlistin getur hjálpað okkur á margan hátt. Með því að njóta myndlistar má virkja ímyndunaraflið og næra gagnrýna hugsun. Og með því að fjárfesta í myndlist má nýta ótalmörg ónýtt sóknarfæri, efla stóran atvinnuveg og meira að segja skapa fullt af tekjum fyrir land og þjóð. Þó tekjurnar séu ekki í öllum tilfellum beinar eru nefnilega líka stunduð alvöru viðskipti í myndlist. Það eru alltaf kyndilberar í hverri grein sem halda ótrauðir inn í óvissuna. Með músuna sér við hlið geta þau við góðar aðstæður verið neistinn og sprekið sem hleypa af stað ofsakröftugu báli, hverfa svo sjálf inn í eldhafið en þjóna lykilhlutverki í heildarsamhenginu. Mér finnst eins og ég sé daglega umkringd mörgum svona hugrökkum manneskjum með skýra sýn og mig langar oft til að margfalda og magna upp raddir þeirra og gjörðir svo allir heyri, en finnst um leið eins og það nenni eiginlega enginn að hlusta – að súrefnismagnið til að glæða bálið sé sífellt minnkað. Ég held að óþægilega mörgum í samfélaginu okkar, allsnægtarsamfélaginu, líði langt í frá vel og séu óafvitandi með banana í eyrunum. Það er skrýtið til þess að hugsa að við virðumst oft velja að dvelja í vondu ástandi og leyfa því að versna, þótt við höfum öll tromp á hendi til að prófa aðra leið. Við erum umvafin safaríkum efnivið hér á akri allsnægtanna og við erum umkringd ævintýralegum óravíddum, urmli hugmynda og tækifæra og ónýttra sóknarfæra. Í fjarska kunna þessar óþekktu leiðir að virðast aðeins fyrir djarfa eldhuga að halda inn á. En mikið væri gott að finna hugrekkið og fara saman, kynda bálið og virkja eigin skilningarvit, finna hvað hjartað kallar á og finna ónýtta kraftinn sem við eigum sjálf. Mér þætti gaman ef við myndum nýta skapandi titringinn og eldmóðinn í myndlistarlandslaginu hér, virkja hann og margefla. Það er fyrir menninguna og náttúruna sem fólk vill heimsækja Ísland og upp á þær þurfum við að passa. Virkjum menninguna og verndum náttúruna. Þetta ætti að vera augljóst mál hvort sem litið er á það frá sjónarmiði andlegra eða veraldlegra gæða. Undirrituð hefur á undanförnum árum framleitt ýmis verkefni og fengið ágæta innsýn inn í innviði hinna ýmsu menningarstofnana, listamannareknu rýma, safna og gallería og inn í líf og þróun verka fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og annarra sem byggja afkomu sína á sköpunarkraftinum. Ég held að peningar séu á fáum sviðum eins vel nýttir og í menningunni en tækifærin eru ótalmörg vannýtt. Mótframlag listamanna er líka ómælt enda alkunnugt að mikils ósamræmis gætir á milli vinnuframlags og tekna. Starfsumhverfi myndlistarmanna og margra þeirra sem starfa í menningargeiranum er óstöðugt og verulega takmarkað fjármagn virðist vera í nánast öllum verkefnum. Af þessu lærist sitthvað um útsjónarsemi, nýjar leiðir og að með samtakamætti og í trausti manna á milli má koma ótrúlegustu hlutum í framkvæmd. Eilíf blóðtaka er þó þreytandi og lítil næring er í teiknuðum kartöflum og burtflognum hænsnum til lengdar. Það er nóg til af góðum hugmyndum og auðæfum sem deila mætti bróðurlegar á milli þó misjafnt séu þau metin til fjár. Valdið og ábyrgðin eru okkar, gefum það ekki frá okkur og hugsum vandlega hvert við stefnum. Ég held að innst inni séum við í raun öll á sömu leið. Leiðinni heim, heim til míns hjarta – þar sem ríkir frelsi og öryggi og allt er vaðandi í ást og hamingju. Getum við nýtt samtakamátt okkar, horft langt fram á veginn og nýtt okkur listina til alls hins besta? Mikið væri það frábært. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014
Myndlist og hugsun Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? 30. október 2014 10:06
Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun