Friðhelgin rofin Karl Garðarsson og Elín Hirst skrifar 13. janúar 2016 07:00 Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. Það er einfaldlega svo að börn hafa oft ekki þroska eða getu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og enn síður til að meta það samhengi pólitískur áróður er settur fram í. Þessi hugsanaháttur – um friðhelgi barna gegn pólitískum áróðri ríkisins, sést til að mynda glögglega í íslensku menntakerfi. Fram til þessa hefur verið talið mikilvægt að menntun sé óhlutdræg og byggi á rökhyggju og vísindalegri þekkingu og sé að sama skapi ósnert af starfsemi og hugmyndafræði stjórnmálasamtaka. Það er vel, en í því samhengi ber þó að halda því til haga að ýmsir hópar innan stjórnmálanna hafa sótt mjög að þessari friðhelgi undanfarin ár og krafist þess að sinni hugmyndafræði verði fundinn staður innan skólakerfisins.Pólitísk slagsíða fær byr undir báða vængi Þessi friðhelgi hefur fram til þessa gilt um starfsemi Ríkisútvarpsins – í það minnsta hvað börn snertir, enda hvílir á stofnuninni lagaskylda um hlutlægni og sanngirni. Hér er því ekki haldið fram að valdhafar hverju sinni þurfi ekki að þola neina gagnrýni, eða jafnvel háð, enda hvílir einnig á Ríkisútvarpinu skylda um að rýna störf yfirvalda á vandaðan og gagnrýninn hátt. Allir þurfa þó að fá að njóta sannmælis, en það er önnur og ólík umræða. Í gegnum tíðina hafa loðað við Ríkisútvarpið kenningar um pólitíska slagsíðu í starfsemi þess. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið byr undir báða vængi á gamlársdag. Í barnaþættinum Stundinni okkar gaf að sjá nokkur innslög sem lituðust mjög af pólitískum áróðri, en áttu á sama tíma á lítið sem ekkert skylt við barnaefni. Þátturinn er tilefni þessara skrifa.Óásættanlegur áróður á barnatíma Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins í fyrra. Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins. Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini. Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.Hlustendur verðskulda svör Ríkisútvarpið rauf með þessu áróðursbragði sínu friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum. Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkisútvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. Það er einfaldlega svo að börn hafa oft ekki þroska eða getu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og enn síður til að meta það samhengi pólitískur áróður er settur fram í. Þessi hugsanaháttur – um friðhelgi barna gegn pólitískum áróðri ríkisins, sést til að mynda glögglega í íslensku menntakerfi. Fram til þessa hefur verið talið mikilvægt að menntun sé óhlutdræg og byggi á rökhyggju og vísindalegri þekkingu og sé að sama skapi ósnert af starfsemi og hugmyndafræði stjórnmálasamtaka. Það er vel, en í því samhengi ber þó að halda því til haga að ýmsir hópar innan stjórnmálanna hafa sótt mjög að þessari friðhelgi undanfarin ár og krafist þess að sinni hugmyndafræði verði fundinn staður innan skólakerfisins.Pólitísk slagsíða fær byr undir báða vængi Þessi friðhelgi hefur fram til þessa gilt um starfsemi Ríkisútvarpsins – í það minnsta hvað börn snertir, enda hvílir á stofnuninni lagaskylda um hlutlægni og sanngirni. Hér er því ekki haldið fram að valdhafar hverju sinni þurfi ekki að þola neina gagnrýni, eða jafnvel háð, enda hvílir einnig á Ríkisútvarpinu skylda um að rýna störf yfirvalda á vandaðan og gagnrýninn hátt. Allir þurfa þó að fá að njóta sannmælis, en það er önnur og ólík umræða. Í gegnum tíðina hafa loðað við Ríkisútvarpið kenningar um pólitíska slagsíðu í starfsemi þess. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið byr undir báða vængi á gamlársdag. Í barnaþættinum Stundinni okkar gaf að sjá nokkur innslög sem lituðust mjög af pólitískum áróðri, en áttu á sama tíma á lítið sem ekkert skylt við barnaefni. Þátturinn er tilefni þessara skrifa.Óásættanlegur áróður á barnatíma Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins í fyrra. Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins. Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini. Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.Hlustendur verðskulda svör Ríkisútvarpið rauf með þessu áróðursbragði sínu friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum. Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkisútvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun