Frönsk yfirvöld vilja banna ósanngjarna samkeppni Amazon Jóhannes Stefánsson skrifar 21. júní 2013 16:47 Ekki fylgir sögunni hvað íbúum Frakklands finnst um að geta fengið fría heimsendingu á bókum. Mynd/ AFP Ríkisstjórn Francois Hollande, forseta Frakklands, áformar að banna ósanngjarna samkeppni netrisans Amazon. Háttsemi Amazon felst í því að veita viðskiptavinum sínum afslátt af bókum og fría heimsendingu þeirra bæði í senn. Slíka viðskiptahætti segja franskir bókasalar ósanngjarna enda eiga þeir erfitt með að keppa við verð netrisans. Því hyggjast þarlend yfirvöld banna umdeilda viðskiptahætti Amazon.„Við þurfum lög" „Ég er fylgjandi því að koma í veg fyrir að boðið sé upp á fría heimsendingu og fimm prósent afslátt bæði í senn," sagði Aurelie Filippetti, menningarráðherra Frakklands. „Við þurfum lög, þannig að við erum að leita að leiðum til að koma þeim á." Amazon hefur neitað að tjá sig um málið. Ummæli Filipetti auka enn á spennu sem ríkir á milli franskra yfirvalda og bandarískra netfyrirtækja á borð við Amazon og Google, sem hafa verið gagnrýnd fyrir að borga þeim sem skapa menningartengt efni og fréttaefni of lítið fyrir. Líkt og gildir í öðrum Evrópulöndum er aðilum í smásölu bannað að veita meira en 5% afslátt af verði sem útgefandinn leggur þeim til. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki á markaðnum geti undirverðlagt þau smærri. Guillaume Husson, talsmaður stéttarfélags bókaútgefenda (SLF) sagði að háttsemi Amazon fæli það í sér að þeir væru að selja bækur með tapi, sem hefðbundnir bókasalar gætu ekki keppt við. „Samkeppnin er ósanngjörn í dag... Það getur enginn annar smásali á bókum, stór eða smár, leyft sér að tapa jafn miklum pening," sagði hann. Stéttarfélagið hefur höfðað mál á hendur Amazon í Frakklandi vegna ósanngjarnrar samkeppni. Menningarráðherrann segir málið ekki bara snúast um Frakkland, heldur steðjar hættan að öðrum löndum líka. „Framkoma Amazon og hættan sem steðjar að fjölda bóksala og bókaframleiðenda á augljóslega einnig við í Bretlandi og Bandaríkjunum." Þetta kemur fram á vef Reuters. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Ríkisstjórn Francois Hollande, forseta Frakklands, áformar að banna ósanngjarna samkeppni netrisans Amazon. Háttsemi Amazon felst í því að veita viðskiptavinum sínum afslátt af bókum og fría heimsendingu þeirra bæði í senn. Slíka viðskiptahætti segja franskir bókasalar ósanngjarna enda eiga þeir erfitt með að keppa við verð netrisans. Því hyggjast þarlend yfirvöld banna umdeilda viðskiptahætti Amazon.„Við þurfum lög" „Ég er fylgjandi því að koma í veg fyrir að boðið sé upp á fría heimsendingu og fimm prósent afslátt bæði í senn," sagði Aurelie Filippetti, menningarráðherra Frakklands. „Við þurfum lög, þannig að við erum að leita að leiðum til að koma þeim á." Amazon hefur neitað að tjá sig um málið. Ummæli Filipetti auka enn á spennu sem ríkir á milli franskra yfirvalda og bandarískra netfyrirtækja á borð við Amazon og Google, sem hafa verið gagnrýnd fyrir að borga þeim sem skapa menningartengt efni og fréttaefni of lítið fyrir. Líkt og gildir í öðrum Evrópulöndum er aðilum í smásölu bannað að veita meira en 5% afslátt af verði sem útgefandinn leggur þeim til. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki á markaðnum geti undirverðlagt þau smærri. Guillaume Husson, talsmaður stéttarfélags bókaútgefenda (SLF) sagði að háttsemi Amazon fæli það í sér að þeir væru að selja bækur með tapi, sem hefðbundnir bókasalar gætu ekki keppt við. „Samkeppnin er ósanngjörn í dag... Það getur enginn annar smásali á bókum, stór eða smár, leyft sér að tapa jafn miklum pening," sagði hann. Stéttarfélagið hefur höfðað mál á hendur Amazon í Frakklandi vegna ósanngjarnrar samkeppni. Menningarráðherrann segir málið ekki bara snúast um Frakkland, heldur steðjar hættan að öðrum löndum líka. „Framkoma Amazon og hættan sem steðjar að fjölda bóksala og bókaframleiðenda á augljóslega einnig við í Bretlandi og Bandaríkjunum." Þetta kemur fram á vef Reuters.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira