Innlent

Frostið fór í 27,3 gráður við Mývatn

MYND / Þorgeir Gunnarsson
Frost fór í 27,3 gráður við Mývatn í nótt og var það mesta frost sem mældist á landinu. Víða var óvenju mikið frost, einkum fyrir norðan og fór það til dæmis í 22 gráður á flugvellinum við Húsavík.

Örlítið hefur dregið úr frosti með morgninum. Óvenju kalt hefur verið á landinu það sem af er þessum mánuði, og í Reykjavík hefur til dæmis ekki verið kaldara í hálfa öld.

Vatn hefur sumstaðar frosið í leiðslum og leki valdið tjóni, og hætt er við að mörg slík tilvik komi í ljós þegar hlýnar á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×