Frú Vigdís biður Freyju afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2013 16:22 Freyju barst bréf frá Frú Vigdísi í dag og við það hlýnaði henni um hjartarætur. Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira