Innlent

Fuglalíf á Snæfellsnesi mælist í hámarki

Fuglalíf á norðanverðu Snæfellsnesi er nú miklu meira en nokkru sinni fyrr samkvæmt talningu á vegum Náttúrustofu Vesturlands.

Þar sáust nú rösklega 52 þúsund fuglar af 39 tegundum, sem er 64 prósentum fleiri fuglar en í fyrra, sem þó var met ár.

Fyrstu árin, sem fuglar voru taldir við Kolgrafarfjörð og Hraunsfjörð, reyndust vera eitt til tvö þúsund fuglar á svæðinu, en eru nú 25 þúsund.

Svartbakur var algengasti fuglinn núna, en honum hefur fækkað umtalsvert í öðrum landshlutum, þannig að megnið af stofninum virðist nú halda sig við sunnanverðan Breiðafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×