Erlent

Fundinn?

Óli Tynes skrifar
Who, me?
Who, me?

Bloggheimar standa nú í björtu báli eftir að Geimferðastofnun Bandaríkjanna boðaði til blaðamannafundar þar sem ræða á um: „Stjarn-lífeðlisfræðilega uppgötvun sem mun hafa áhrif á leit að sönnunum fyrir lífi í geimnum." Stjarn-lífeðlisfræði snýr að rannsóknum á uppruna, þróun, dreifingu og framtíð lífs í alheiminum.

Þá er fólk mjög æst yfir því að á fundinum sitja fyrir svörum jarðlífeðlisfræðingur, haffræðingur, líffræðingur og umhverfisfræðingur. Það þykist mega lesa úr þessu að það sé að vænta einhverra stórkostlegra tíðinda um líf á öðrum hnöttum. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum NASA í Washington klukkan sjö annaðkvöld að íslenskum tíma. Hann verður í beinni útsendingu á heimasíðu stofnunarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×