Fundnir erfðabreytileikar sem auka líkur á slitgigt í höndum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 17:59 Kári Stefánsson. visir/gva Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og Læknadeild Háskóla Íslands hafa uppgötvað erfðabreytileika í mönnum sem auka líkur á alvarlegri slitgigt í höndum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Sagt er frá rannsókninni á vefsíðu vísindatímaritsins Nature Genetics í dag. Slitgigt er algengur sjúkdómur. Honum fylgja verulegar vefjaskemmdir í liðum og algengast er að hans gæti í hnjám, mjöðmum, höndum og hrygg. Orsakir hans eru ekki vel þekktar en ljóst er að erfðir, umhverfi og álag hafa áhrif á einkenni sjúkdómsins og framgang. Íslensk erfðagreining hefur unnið að rannsóknum á erfðum slitgigtar í samstarfi við Helga Jónsson, prófessor í gigtarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands, í hátt á annan áratug. Í greininni sem birtist í Nature Genetics er greint frá niðurstöðum rannsóknar á slitgigt í höndum þar sem erfðaefni 623 Íslendinga með alvarleg einkenni handarslitgigtar, bæði í þumalrót og fingrum, var borið saman við erfðaefni annara 69,000 Íslendinga. Í rannsókninni fundust tveir breytileikar í erfðaefni sem auka líkurnar á að fá alvarlega handarslitgigt. Annar breytileikinn, og sá algengari, eykur áhættuna á alvarlegri slitgigt í höndum um helming. Hann er í geni sem tengist myndun boðefnisins retinoic sýru sem er A vítamín afleiða. Vitað er að þetta boðefni hefur áhrif á viðhald beina og brjósks í líkamanum. Samstarfsaðilar Íslenskrar erfðagreiningar við sjúkrahús í Hollandi og Bretlandi staðfestu síðan í kjölfarið sambærileg áhrif þessa breytileika í þeirra eigin slitgigtarhópum. Hinn breytileikinn sem greint er frá í Nature Genetics er mjög sjaldgæfur. Þeir, sem hafa hann, eru hinsvegar fimmtíu sinnum líklegri til að fá slæma slitgigt í hendur en þeir sem hafa hann ekki. Auk þess eru þeir líklegri til að fá slitgigt í aðra liði. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá erfðabreytileikum sem tengast marktækt áhættu á að fá slitgigt í hendur. Fjölmennar alþjóðlegar rannsóknir hafa lýst erfðabreytileikum sem varða áhættu á slitgigt í mjöðmum og í hnjám, en enginn þeirra hefur jafn mikla áhættu í för með sér og þeir breytileikar sem lýst er hér. „Við erum búin að vinna að þessu í meir en fimmtán ár. Þessi góði árangur byggist á eljusemi Helga Jónssonar prófessors, sem þekkir sjúkdóminn, þátttöku sjúklinganna og aðstandenda þeirra, sem leggja til efniviðinn og framlagi vísindamannanna hjá okkur, sem kunna erfðafræðina“, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Þessi þríliða er grunnurinn að öllu sem við gerum; samvinna heilbrigðisstarfsfólksins, fólksins í landinu og vísindamannanna. Flest kynnumst við handarslitgigt einhvern tíma á lífsleiðinni. Hún getur komið fram hjá ungu fólki, en á síðari hluta ævinnar verður hún ágengari og getur valdið miklum þjáningum og fötlun. Nú vitum við meir um hana en áður. Ég vil þakka öllum sem hafa tekið þátt í þessu verkefni“. Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og Læknadeild Háskóla Íslands hafa uppgötvað erfðabreytileika í mönnum sem auka líkur á alvarlegri slitgigt í höndum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Sagt er frá rannsókninni á vefsíðu vísindatímaritsins Nature Genetics í dag. Slitgigt er algengur sjúkdómur. Honum fylgja verulegar vefjaskemmdir í liðum og algengast er að hans gæti í hnjám, mjöðmum, höndum og hrygg. Orsakir hans eru ekki vel þekktar en ljóst er að erfðir, umhverfi og álag hafa áhrif á einkenni sjúkdómsins og framgang. Íslensk erfðagreining hefur unnið að rannsóknum á erfðum slitgigtar í samstarfi við Helga Jónsson, prófessor í gigtarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands, í hátt á annan áratug. Í greininni sem birtist í Nature Genetics er greint frá niðurstöðum rannsóknar á slitgigt í höndum þar sem erfðaefni 623 Íslendinga með alvarleg einkenni handarslitgigtar, bæði í þumalrót og fingrum, var borið saman við erfðaefni annara 69,000 Íslendinga. Í rannsókninni fundust tveir breytileikar í erfðaefni sem auka líkurnar á að fá alvarlega handarslitgigt. Annar breytileikinn, og sá algengari, eykur áhættuna á alvarlegri slitgigt í höndum um helming. Hann er í geni sem tengist myndun boðefnisins retinoic sýru sem er A vítamín afleiða. Vitað er að þetta boðefni hefur áhrif á viðhald beina og brjósks í líkamanum. Samstarfsaðilar Íslenskrar erfðagreiningar við sjúkrahús í Hollandi og Bretlandi staðfestu síðan í kjölfarið sambærileg áhrif þessa breytileika í þeirra eigin slitgigtarhópum. Hinn breytileikinn sem greint er frá í Nature Genetics er mjög sjaldgæfur. Þeir, sem hafa hann, eru hinsvegar fimmtíu sinnum líklegri til að fá slæma slitgigt í hendur en þeir sem hafa hann ekki. Auk þess eru þeir líklegri til að fá slitgigt í aðra liði. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá erfðabreytileikum sem tengast marktækt áhættu á að fá slitgigt í hendur. Fjölmennar alþjóðlegar rannsóknir hafa lýst erfðabreytileikum sem varða áhættu á slitgigt í mjöðmum og í hnjám, en enginn þeirra hefur jafn mikla áhættu í för með sér og þeir breytileikar sem lýst er hér. „Við erum búin að vinna að þessu í meir en fimmtán ár. Þessi góði árangur byggist á eljusemi Helga Jónssonar prófessors, sem þekkir sjúkdóminn, þátttöku sjúklinganna og aðstandenda þeirra, sem leggja til efniviðinn og framlagi vísindamannanna hjá okkur, sem kunna erfðafræðina“, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Þessi þríliða er grunnurinn að öllu sem við gerum; samvinna heilbrigðisstarfsfólksins, fólksins í landinu og vísindamannanna. Flest kynnumst við handarslitgigt einhvern tíma á lífsleiðinni. Hún getur komið fram hjá ungu fólki, en á síðari hluta ævinnar verður hún ágengari og getur valdið miklum þjáningum og fötlun. Nú vitum við meir um hana en áður. Ég vil þakka öllum sem hafa tekið þátt í þessu verkefni“.
Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira