Furby getur valdið kvíða hjá börnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 09:00 Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur, segir loðdýrið Furby geta verið krefjandi fyrir ung börn. Mynd/Daníel Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hagkaupum og Toys‘R‘us var leikfangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá aukasendingu af dýrinu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syngur, hlær og talar við barnið. Leikfangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjallsíma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „Leikur barna er mikilvæg forsenda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða framvindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegastan og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leikfangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskotaillt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafnvel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að foreldrar séu vakandi yfir því hvernig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfangið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna.Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf.Mynd/Daníel„Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hagkaupum og Toys‘R‘us var leikfangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá aukasendingu af dýrinu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syngur, hlær og talar við barnið. Leikfangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjallsíma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „Leikur barna er mikilvæg forsenda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða framvindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegastan og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leikfangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskotaillt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafnvel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að foreldrar séu vakandi yfir því hvernig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfangið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna.Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf.Mynd/Daníel„Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira