Fylgi Guðna haggast ekki Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 7. júní 2016 04:00 Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira