Innlent

Fylgjast með aukinni virkni í Kötlu

Ákveðið hefur verið að vísindamenn fljúgi yfir Mýrdalsjökul síðdegis í dag til þess að skoða aðstæður.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Hvolsvelli hafa undanfarna daga fylgst náið með jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli í samvinnu við vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Ekki hefur verið talin ástæða til að lýsa yfir háskastigi almannavarna. Vísindamannaráð almannavarna mun hittast á morgun og fara yfir stöðu og þróun mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×