Fylgjendum aðildar að ESB fer fjölgandi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí síðastliðinn. mynd/epa Átta prósentustigum fleiri segjast nú myndu játa því í þjóðaratkvæðagreiðslu að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu en fyrir ári. Að sama skapi fækkar um 6,2 prósentustig í hópi þeirra sem eru á móti aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum sem Capacent Gallup gerði fyrir Já, Ísland, samtök Evrópusinna hér á landi. Spurt var: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði? Svarmöguleikarnir voru fjórir, örugglega eða sennilega með aðild og örugglega eða sennilega á móti aðild. 41,7 prósent töldu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði með aðild, fyrir ári var hlutfallið 33,7 prósent. 58,3 prósent sögðu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði á móti aðild að Evrópusambandinu, fyrir ári var það hlutfall 64,5 prósent.Ef þetta er greint eftir stjórnmálaflokkum og þeir flokkaðir saman sem segjast örugglega eða sennilega hlynntir aðild og í hinn flokkinn settir þeir sem eru örugglega og sennilega á móti aðild, kemur í ljós að andstaðan gegn ESB er mest meðal þeirra sem segjast kjósa Framsóknarflokkinn. 13 prósent framsóknarmanna lýsa sig hlynnt aðild en 87 prósent eru andvíg aðild. Í hópi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru 79 prósent á móti aðild en 21 prósent með aðild. Samkvæmt könnuninni myndu 59 prósent Vinstri grænna kjósa gegn aðild en 41 prósent er hlynnt aðild. Aðild að Evrópusambandinu á langmestu fylgi að fagna í Samfylkingunni, 91 prósent segist myndu kjósa með aðild en 9 prósent segjast á móti aðild að ESB. 75 prósent þeirra sem segjast styðja Bjarta framtíð eru jákvæð gagnvart aðild en 25 prósent eru andvíg. Könnun Capacent Gallup var netkönnun gerð 7.-19. nóvember. 1.450 voru í úrtakinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 62,1 prósent. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Átta prósentustigum fleiri segjast nú myndu játa því í þjóðaratkvæðagreiðslu að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu en fyrir ári. Að sama skapi fækkar um 6,2 prósentustig í hópi þeirra sem eru á móti aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum sem Capacent Gallup gerði fyrir Já, Ísland, samtök Evrópusinna hér á landi. Spurt var: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði? Svarmöguleikarnir voru fjórir, örugglega eða sennilega með aðild og örugglega eða sennilega á móti aðild. 41,7 prósent töldu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði með aðild, fyrir ári var hlutfallið 33,7 prósent. 58,3 prósent sögðu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði á móti aðild að Evrópusambandinu, fyrir ári var það hlutfall 64,5 prósent.Ef þetta er greint eftir stjórnmálaflokkum og þeir flokkaðir saman sem segjast örugglega eða sennilega hlynntir aðild og í hinn flokkinn settir þeir sem eru örugglega og sennilega á móti aðild, kemur í ljós að andstaðan gegn ESB er mest meðal þeirra sem segjast kjósa Framsóknarflokkinn. 13 prósent framsóknarmanna lýsa sig hlynnt aðild en 87 prósent eru andvíg aðild. Í hópi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru 79 prósent á móti aðild en 21 prósent með aðild. Samkvæmt könnuninni myndu 59 prósent Vinstri grænna kjósa gegn aðild en 41 prósent er hlynnt aðild. Aðild að Evrópusambandinu á langmestu fylgi að fagna í Samfylkingunni, 91 prósent segist myndu kjósa með aðild en 9 prósent segjast á móti aðild að ESB. 75 prósent þeirra sem segjast styðja Bjarta framtíð eru jákvæð gagnvart aðild en 25 prósent eru andvíg. Könnun Capacent Gallup var netkönnun gerð 7.-19. nóvember. 1.450 voru í úrtakinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 62,1 prósent.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira