Fylgjendum aðildar að ESB fjölgar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 12:00 Meirihluti landsmanna á móti því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram. ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram.
ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira