Fylgst með áhrifum ösku á heilsu fólks 1. júní 2010 12:31 Haraldur telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Margir á höfuðborgarsvæðinu komu að bílum sínum öskugráum í morgun eftir að ösku frá Eyjafjallajökli sem nú berst með vindum hafði rignt niður. Ástandið er mun verra nær eldstöðvunum en sóttavarnarlæknir fylgist með áhrifum ösku á heilsu fólks. Hann telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir. Miðað við útlit margra bíla á höfuðborgarvæðinu í morgun má búast við því að mikið verði að gera á bílaþvottastöðvum í dag. Þótt Eyjafjallajökull spúi ekki lengur ösku yfir Suðurland berst sú sem þegar var fallin nú með veðrum og vindum um allt land. Það hefur í för með sér óþrif og verra loft. Í gær var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu talsverð. En hver eru áhrif þess á heilsu fólks? „Almennt séð teljum við ekki að þetta hafi nein áhrif á heilsu manna hér í Reykjavík. Það var öskumistur yfir bænum í gær en síðan kom rigning sem tók með sér það ryk sem var í loftinu og það sjást vel víða á bílum í morgun. Þetta hefur ekki nein umfram áhrif yfir venjalega atburði sem geta átt sér stað varðandi mengun," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Haraldur segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um það hve mikið verra ástandið er nær eldstöðvunum. „Það er ekki vitað til þess að þetta valdi langvarandi eða síðbúnum einkennum eða sjúkdómum. En við viljum vita þetta eins vel og hægt er og þess vegna erum við að gera þarna heilsufarsrannsókn." Haraldur bendir á að rannsókn á afleiðingum ösku og annarra efna frá eldgosinu hafi formlega hafist í gær á vegum Landlæknisembættisins en margir aðilar úr heilbrigðisgeiranum koma að henni. Rannsóknin mun fyrst og fremst ná til þeirra sem orðið hafa fyrir hvað mestu öskufalli í námunda við eldstöðina undanfarnar vikur. Haraldur segir gríðarlega erfitt fyrir fólk á svæðinu að búa við þetta ástand. Það reyni á fólki og því fylgi augljóslega mikið álag. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Margir á höfuðborgarsvæðinu komu að bílum sínum öskugráum í morgun eftir að ösku frá Eyjafjallajökli sem nú berst með vindum hafði rignt niður. Ástandið er mun verra nær eldstöðvunum en sóttavarnarlæknir fylgist með áhrifum ösku á heilsu fólks. Hann telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir. Miðað við útlit margra bíla á höfuðborgarvæðinu í morgun má búast við því að mikið verði að gera á bílaþvottastöðvum í dag. Þótt Eyjafjallajökull spúi ekki lengur ösku yfir Suðurland berst sú sem þegar var fallin nú með veðrum og vindum um allt land. Það hefur í för með sér óþrif og verra loft. Í gær var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu talsverð. En hver eru áhrif þess á heilsu fólks? „Almennt séð teljum við ekki að þetta hafi nein áhrif á heilsu manna hér í Reykjavík. Það var öskumistur yfir bænum í gær en síðan kom rigning sem tók með sér það ryk sem var í loftinu og það sjást vel víða á bílum í morgun. Þetta hefur ekki nein umfram áhrif yfir venjalega atburði sem geta átt sér stað varðandi mengun," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Haraldur segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um það hve mikið verra ástandið er nær eldstöðvunum. „Það er ekki vitað til þess að þetta valdi langvarandi eða síðbúnum einkennum eða sjúkdómum. En við viljum vita þetta eins vel og hægt er og þess vegna erum við að gera þarna heilsufarsrannsókn." Haraldur bendir á að rannsókn á afleiðingum ösku og annarra efna frá eldgosinu hafi formlega hafist í gær á vegum Landlæknisembættisins en margir aðilar úr heilbrigðisgeiranum koma að henni. Rannsóknin mun fyrst og fremst ná til þeirra sem orðið hafa fyrir hvað mestu öskufalli í námunda við eldstöðina undanfarnar vikur. Haraldur segir gríðarlega erfitt fyrir fólk á svæðinu að búa við þetta ástand. Það reyni á fólki og því fylgi augljóslega mikið álag.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira