Fyrirhuguð hækkun örorkubóta undir væntingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:58 "Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði," segir Halldór Sævar. vísir/arnþór Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund. Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund.
Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52