Fyrirhuguð hækkun örorkubóta undir væntingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:58 "Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði," segir Halldór Sævar. vísir/arnþór Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund. Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund.
Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52