Fyrirhuguð hækkun örorkubóta undir væntingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:58 "Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði," segir Halldór Sævar. vísir/arnþór Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund. Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund.
Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52