Fyrrum stjórnendur og aðaleigandi Kaupþings fá ekki tölvugögn Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. september 2009 17:15 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnenda Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda bankans, um að fá afhent endurrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í máli gegn þeim sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Talið var að skylda til afhendingar afrita skjala máls samkvæmt lögum um meðferð sakamála, næði einungis til afrita af skjölum í pappírsformi en ekki til eftirgerðar af öðrum gögnum hvort heldur eru hljóð- eða mynddiskar. Málið snýst um rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á 5,01% hlut í Kaupþingi banka á árinu 2008 og hafa Hreiðar Már, Sigurður og Ólafur réttarstöðu sakborninga við þá rannsókn. Skýrslur af sakborningum og vitnum í málinu hafa verið teknar upp í hljóði og mynd. Sóknaraðili tók þá ákvörðun að yfirheyrslurnar yrðu endurritaðar orðrétt samkvæmt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. Verjendur Ólafs, Sigurðar og Hreiðars óskuðu eftir því 10. ágúst 2009 að fá afhent afrit af öllum rannsóknargögnum málsins sem höfðu bæst við eftir afhendingu rannsóknargagna 2. júlí sama ár. Þann 13. ágúst voru gögnin afhent að undanskildum afritum af skýrslum á hljóð- og mynddiskum af sakborningum og vitnum. Skýrsla af varnaraðila sjálfum var þó afhent á mynddiski. Verjendum mannanna var boðin aðstaða til að kynna sér upptökur af öðrum yfirheyrslum en þeir fengu ekki gögnin afhent. Fjölskipaður Hæstiréttur kvað upp dóminn en Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og vildi fella úrskurð Héraðsdóms úr gildi þannig að verjendur fengu afrit af gögnunum. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnenda Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda bankans, um að fá afhent endurrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í máli gegn þeim sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Talið var að skylda til afhendingar afrita skjala máls samkvæmt lögum um meðferð sakamála, næði einungis til afrita af skjölum í pappírsformi en ekki til eftirgerðar af öðrum gögnum hvort heldur eru hljóð- eða mynddiskar. Málið snýst um rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á 5,01% hlut í Kaupþingi banka á árinu 2008 og hafa Hreiðar Már, Sigurður og Ólafur réttarstöðu sakborninga við þá rannsókn. Skýrslur af sakborningum og vitnum í málinu hafa verið teknar upp í hljóði og mynd. Sóknaraðili tók þá ákvörðun að yfirheyrslurnar yrðu endurritaðar orðrétt samkvæmt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. Verjendur Ólafs, Sigurðar og Hreiðars óskuðu eftir því 10. ágúst 2009 að fá afhent afrit af öllum rannsóknargögnum málsins sem höfðu bæst við eftir afhendingu rannsóknargagna 2. júlí sama ár. Þann 13. ágúst voru gögnin afhent að undanskildum afritum af skýrslum á hljóð- og mynddiskum af sakborningum og vitnum. Skýrsla af varnaraðila sjálfum var þó afhent á mynddiski. Verjendum mannanna var boðin aðstaða til að kynna sér upptökur af öðrum yfirheyrslum en þeir fengu ekki gögnin afhent. Fjölskipaður Hæstiréttur kvað upp dóminn en Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og vildi fella úrskurð Héraðsdóms úr gildi þannig að verjendur fengu afrit af gögnunum.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira