Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ Kristján Hjálmarsson skrifar 23. september 2013 11:45 Stefán Einar með gyltuna góðu á afmælisdeginum. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
„Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira