Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Snærós Sindradóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Hlutfall kynjanna í dómstólum landsins. Ingveldur Einarsdóttir, umsækjandi um stöðu hæstaréttardómara, hefur skilað inn athugasemdum sínum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd telur hana ekki hæfasta til starfsins. Það hefur Davíð Þór Björgvinsson, umsækjandi og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, líka gert. Dómnefnd um umsækjendur komst að þeirri niðurstöðu að Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, væri hæfastur umsækjenda. Karl verður níundi karlmaðurinn sem er skipaður hæstaréttardómari við dómstólinn. Ein kona er skipaður dómari, Greta Baldursdóttir. Ingveldur hefur verið settur dómari við réttinn í fjarveru Páls Hreinssonar í rúmlega tvö og hálft ár, en hann snýr aftur í september 2017. Hún hefur fjórtán ára dómarareynslu frá héraðsdómi og var um tíma dómstjóri. Bara karlar í nefndinni Það hefur vakið athygli að dómnefndin sem mat hæfni umsækjenda er skipuð fimm körlum og engri konu. „Þetta er náttúrulega andstætt jafnréttislögunum, að hafa dómnefnd skipaða fimm körlum,“ segir Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Guðrún er ein fjögurra kvenna sem hafa gegnt embætti hæstaréttardómara. Aðrar eru Hjördís Björk Hákonardóttir, Ingibjörg K. Benediktsdóttir og Greta Baldursdóttir.Í árslok 2007 tók Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, Þorstein Davíðsson fram yfir þrjá umsækjendur sem matsnefnd taldi hæfari til að gegna embætti dómara. Fréttablaðið/GVANý lög voru sett um dómstóla árið 2010. Í þeim voru þau nýmæli lögfest að ráðherra er óheimilt að skipa sem dómara einhvern sem áðurnefnd dómnefnd telur ekki hæfastan í embættið. Þessi nýmæli voru meðal annars svar við skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra árið 2007. Það var þáverandi dómsmálaráðherra, Árni Mathiesen, sem skipaði Þorstein fram hjá dómnefnd sem hvorki taldi Þorstein vel hæfan né hæfastan til að gegna embættinu. Þrír voru taldir hæfari til en Árni lét hafa eftir sér að umsögn dómnefndarinnar væri gölluð og lítið rökstudd. Eftir að lögin voru samþykkt árið 2010 var komið að því að tilnefna í dómnefndina um hæfni umsækjenda um dómarastörf. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því við þá sem áttu að tilnefna, Alþingi, Lögmannafélag Íslands, Dómstólaráð og Hæstarétt, að tilnefndir yrðu tveir aðalmenn og tveir varamenn af gagnstæðu kyni. Ráðuneytið myndi svo skipa í nefndina í samræmi við jafnréttislög. Þ.e. að 40 prósent nefndarmanna yrðu að vera af öðru hvoru kyninu.Gömul mynd af Hæstarétti þegar Ingibjörg K. Benediktsdóttir var forseti Hæstaréttar. Kynjahlutföllin hafa versnað síðan myndin var tekin en forseti Hæstaréttar í dag er Markús Sigurbjörnsson. Viðar Már Matthíasson er varaforseti.Sjálfstæði dómsvaldsins Í kjölfarið sendi Dómstólaráð ráðuneytinu bréf sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar stendur: „Dómstólaráð telur það stangast á við nefnt lagaákvæði að tilnefna fleiri en einn fulltrúa sem aðalmann í nefndina og varamann. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að ætlunin með lögum nr. 45/2010 [lög um dómstóla] var að efla sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins og stuðla að því að pólitískra áhrifa gætti síður við skipanir í embætti dómara. Með því að ráðherra hafi sjálfur val um hvern hann skipar í hæfnisnefndina úr hópi þeirra aðila sem tilnefningaraðilar tilnefna er verið að ganga gegn þeim markmiðum sem að var stefnt með lagasetningunni.“ Í lok bréfsins var tekið fram að Þorgerður Erlendsdóttir og Þórdís Ingadóttir, einu konurnar sem áttu sæti í Dómstólaráði, stæðu ekki að þessari ákvörðun. Með öðrum orðum: Þær voru í minnihluta og töldu að Dómstólaráð ætti að tilnefna tvo af gagnstæðu kyni. Þorgerður situr ekki lengur í ráðinu.DómnefndinÓháðir dyntum Í kjölfarið upphófust bréfaskriftir milli ráðuneytisins og Dómstólaráðs sem enduðu með því að ráðuneytið gaf sig. Í lokabréfinu, í þessari atrennu, kom fram að Hæstiréttur og Lögmannafélagið sem bæði höfðu skipað karla hefðu sama skilning á lögunum. Lög um dómstóla væru sérlög en jafnréttislög væru almenn lög og því gengju lög um dómstóla framar. Ef þyrfti að fylgja þeim þá ógnaði það sjálfstæði dómstólanna og þeir væru ekki lengur óháðir dyntum stjórnmálamanna. Til að mæta þessu boðaði ráðuneytið breytingar á dómstólalögum með hliðsjón af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Engar breytingar hafa enn orðið. Á hverju ári síðan 2010 hefur einn í viðbót verið skipaður í dómnefndina samkvæmt reglum. Og árlega hefur ráðuneytið minnt á jafnréttislög en verið virt að vettugi með sama rökstuðningi.Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómariSú niðurstaða nefndarinnar að Karl sé hæfastur umsækjenda hefur verið umdeild. Meðal annars vegna þess að báðir hinir umsækjendurnir hafa meiri dómreynslu en Karl. Fimm karla nefndin hefur verið tilefni til viðbragða frá tíu sameinuðum kvennasamtökum sem sendu frá sér yfirlýsingu: „Við minnum einnig á að árið 2014 sendi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna frá sér skýrslu þar sem bent var á að nauðsynlegt sé að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna.“ Gunnlaugur Claessen, formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda, var spurður hvort hann teldi nefndina hafi verið óvilhalla í mati sínu á umsækjendum. „Já, ég held að þessi nefnd, sem er skipuð körlum, geti gert það og hafi gert það.“ Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Ingveldur Einarsdóttir, umsækjandi um stöðu hæstaréttardómara, hefur skilað inn athugasemdum sínum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd telur hana ekki hæfasta til starfsins. Það hefur Davíð Þór Björgvinsson, umsækjandi og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, líka gert. Dómnefnd um umsækjendur komst að þeirri niðurstöðu að Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, væri hæfastur umsækjenda. Karl verður níundi karlmaðurinn sem er skipaður hæstaréttardómari við dómstólinn. Ein kona er skipaður dómari, Greta Baldursdóttir. Ingveldur hefur verið settur dómari við réttinn í fjarveru Páls Hreinssonar í rúmlega tvö og hálft ár, en hann snýr aftur í september 2017. Hún hefur fjórtán ára dómarareynslu frá héraðsdómi og var um tíma dómstjóri. Bara karlar í nefndinni Það hefur vakið athygli að dómnefndin sem mat hæfni umsækjenda er skipuð fimm körlum og engri konu. „Þetta er náttúrulega andstætt jafnréttislögunum, að hafa dómnefnd skipaða fimm körlum,“ segir Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Guðrún er ein fjögurra kvenna sem hafa gegnt embætti hæstaréttardómara. Aðrar eru Hjördís Björk Hákonardóttir, Ingibjörg K. Benediktsdóttir og Greta Baldursdóttir.Í árslok 2007 tók Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, Þorstein Davíðsson fram yfir þrjá umsækjendur sem matsnefnd taldi hæfari til að gegna embætti dómara. Fréttablaðið/GVANý lög voru sett um dómstóla árið 2010. Í þeim voru þau nýmæli lögfest að ráðherra er óheimilt að skipa sem dómara einhvern sem áðurnefnd dómnefnd telur ekki hæfastan í embættið. Þessi nýmæli voru meðal annars svar við skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra árið 2007. Það var þáverandi dómsmálaráðherra, Árni Mathiesen, sem skipaði Þorstein fram hjá dómnefnd sem hvorki taldi Þorstein vel hæfan né hæfastan til að gegna embættinu. Þrír voru taldir hæfari til en Árni lét hafa eftir sér að umsögn dómnefndarinnar væri gölluð og lítið rökstudd. Eftir að lögin voru samþykkt árið 2010 var komið að því að tilnefna í dómnefndina um hæfni umsækjenda um dómarastörf. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því við þá sem áttu að tilnefna, Alþingi, Lögmannafélag Íslands, Dómstólaráð og Hæstarétt, að tilnefndir yrðu tveir aðalmenn og tveir varamenn af gagnstæðu kyni. Ráðuneytið myndi svo skipa í nefndina í samræmi við jafnréttislög. Þ.e. að 40 prósent nefndarmanna yrðu að vera af öðru hvoru kyninu.Gömul mynd af Hæstarétti þegar Ingibjörg K. Benediktsdóttir var forseti Hæstaréttar. Kynjahlutföllin hafa versnað síðan myndin var tekin en forseti Hæstaréttar í dag er Markús Sigurbjörnsson. Viðar Már Matthíasson er varaforseti.Sjálfstæði dómsvaldsins Í kjölfarið sendi Dómstólaráð ráðuneytinu bréf sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar stendur: „Dómstólaráð telur það stangast á við nefnt lagaákvæði að tilnefna fleiri en einn fulltrúa sem aðalmann í nefndina og varamann. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að ætlunin með lögum nr. 45/2010 [lög um dómstóla] var að efla sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins og stuðla að því að pólitískra áhrifa gætti síður við skipanir í embætti dómara. Með því að ráðherra hafi sjálfur val um hvern hann skipar í hæfnisnefndina úr hópi þeirra aðila sem tilnefningaraðilar tilnefna er verið að ganga gegn þeim markmiðum sem að var stefnt með lagasetningunni.“ Í lok bréfsins var tekið fram að Þorgerður Erlendsdóttir og Þórdís Ingadóttir, einu konurnar sem áttu sæti í Dómstólaráði, stæðu ekki að þessari ákvörðun. Með öðrum orðum: Þær voru í minnihluta og töldu að Dómstólaráð ætti að tilnefna tvo af gagnstæðu kyni. Þorgerður situr ekki lengur í ráðinu.DómnefndinÓháðir dyntum Í kjölfarið upphófust bréfaskriftir milli ráðuneytisins og Dómstólaráðs sem enduðu með því að ráðuneytið gaf sig. Í lokabréfinu, í þessari atrennu, kom fram að Hæstiréttur og Lögmannafélagið sem bæði höfðu skipað karla hefðu sama skilning á lögunum. Lög um dómstóla væru sérlög en jafnréttislög væru almenn lög og því gengju lög um dómstóla framar. Ef þyrfti að fylgja þeim þá ógnaði það sjálfstæði dómstólanna og þeir væru ekki lengur óháðir dyntum stjórnmálamanna. Til að mæta þessu boðaði ráðuneytið breytingar á dómstólalögum með hliðsjón af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Engar breytingar hafa enn orðið. Á hverju ári síðan 2010 hefur einn í viðbót verið skipaður í dómnefndina samkvæmt reglum. Og árlega hefur ráðuneytið minnt á jafnréttislög en verið virt að vettugi með sama rökstuðningi.Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómariSú niðurstaða nefndarinnar að Karl sé hæfastur umsækjenda hefur verið umdeild. Meðal annars vegna þess að báðir hinir umsækjendurnir hafa meiri dómreynslu en Karl. Fimm karla nefndin hefur verið tilefni til viðbragða frá tíu sameinuðum kvennasamtökum sem sendu frá sér yfirlýsingu: „Við minnum einnig á að árið 2014 sendi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna frá sér skýrslu þar sem bent var á að nauðsynlegt sé að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna.“ Gunnlaugur Claessen, formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda, var spurður hvort hann teldi nefndina hafi verið óvilhalla í mati sínu á umsækjendum. „Já, ég held að þessi nefnd, sem er skipuð körlum, geti gert það og hafi gert það.“
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25