Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Björgvin G. Sigurðsson. Á kortinu má sjá staðsetningu Ásahrepps. vísir/vilhelm Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19