Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2015 19:45 Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í hótelbyggingum kemur að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi sem rísa mun fyrir framan Hörpu. Forstjóri fyrirtækisins segist sjá mikla möguleika í hóteli á þessum stað í hjarta borgarinnar. Sárið í miðborgarlandinu við Hörpu hefur blasað við frá því fyrir hrun efnahagslífsins eins og áminning um það hrun sem varð í efnahagslífinu haustið 2008. En nú stefna menn að því að verða búnir að byggja 250 herbergja hótel í holunni stóru árið 2018. Lengi hefur verið leitað að fjárfesti sem tilbúinn væri að koma að byggingu hótelsins en nú er sú leit á enda. Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company sem m.a. hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum ætlar að byggja hótelið með aðkomu fleiri fjárfesta. En Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyritækinu. Hótelið í Reykjavík verður það fyrsta sem fyrirtækið byggir utan Bandaríkjanna og það er nú á lokametrunum að semja við alþjóðlega hótelkeðju til að reka það. „Við erum mjög sannfærðir hvað þetta verkefni varðar. Innan nokkurra vikna munum við tilkynna hver mun reka hótelið. Þar verður á ferðinni hótelfyrirtæki á heimsmælikvarða með starfsemi um allan heim, og forráðamenn þess eru mjög spenntir fyrir verkefninu eins og við,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri Carpenters and Company. En meðal samstarfsaðila fyrirtækisins eru hótelkeðjurnar St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, ásamt Friedman.Vísir/ValliFramkvæmdir hefjast í haust og segir Friedman að það muni taka 18 mánuði til tvö ár að ljúka verkefninu. „Það er hér sem hafið, höfnin og miðborgin mætast, í þessari frábæru byggingu sem við erum í núna (Hörpu). Þetta er algerlega lóð á heimsmælikvarða og hér munum við byggja hótel á heimsmælikvarða,“ segir Friedman. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hótelið skapa nýja vídd í ferðaþjónustuna og styrkja bæði Hörpu og miðborgina. Borgin leggi áherslu á að allir þeir sem eiga eftir að byggja á svæðinu milli Hörpu og Hafnarstrætis klári um svipað leyti. „Ég vona að þetta muni ekki dragast í meira en svona fimm til sjö ár að allir reitirnir verði fulluppbyggðir. En það þætti nú góður og hraður framgangur á svona stóru og flóknu svæði,“ segir Dagur. Arionbanki hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá fjárfesta að byggingu hótelsins og er einn fjárfestanna og segir bankastjórinn unnið að því að fá fleiri fjárfesta að verkefninu. „Og við vorum þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli að fá alþjóðlega aðila sem hefðu reynslu af svona verkefni. Ég held að það hafi tekist frábærlega vel með því að fá þessa aðila frá Bandaríkjunum, Carpenter og Company,“ segir Höskur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. En hann vill hins vegar ekki upplýsa um heildarfjárfestinguna, né hvernig hún skiptist milli bankans og annarra aðila að svo stöddu máli. Tengdar fréttir Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust 250 herbergja fimm stjörnu hótel með veislusölum og veitingastöðum mun opna vorið 2018. 14. apríl 2015 17:04 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í hótelbyggingum kemur að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi sem rísa mun fyrir framan Hörpu. Forstjóri fyrirtækisins segist sjá mikla möguleika í hóteli á þessum stað í hjarta borgarinnar. Sárið í miðborgarlandinu við Hörpu hefur blasað við frá því fyrir hrun efnahagslífsins eins og áminning um það hrun sem varð í efnahagslífinu haustið 2008. En nú stefna menn að því að verða búnir að byggja 250 herbergja hótel í holunni stóru árið 2018. Lengi hefur verið leitað að fjárfesti sem tilbúinn væri að koma að byggingu hótelsins en nú er sú leit á enda. Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company sem m.a. hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum ætlar að byggja hótelið með aðkomu fleiri fjárfesta. En Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyritækinu. Hótelið í Reykjavík verður það fyrsta sem fyrirtækið byggir utan Bandaríkjanna og það er nú á lokametrunum að semja við alþjóðlega hótelkeðju til að reka það. „Við erum mjög sannfærðir hvað þetta verkefni varðar. Innan nokkurra vikna munum við tilkynna hver mun reka hótelið. Þar verður á ferðinni hótelfyrirtæki á heimsmælikvarða með starfsemi um allan heim, og forráðamenn þess eru mjög spenntir fyrir verkefninu eins og við,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri Carpenters and Company. En meðal samstarfsaðila fyrirtækisins eru hótelkeðjurnar St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, ásamt Friedman.Vísir/ValliFramkvæmdir hefjast í haust og segir Friedman að það muni taka 18 mánuði til tvö ár að ljúka verkefninu. „Það er hér sem hafið, höfnin og miðborgin mætast, í þessari frábæru byggingu sem við erum í núna (Hörpu). Þetta er algerlega lóð á heimsmælikvarða og hér munum við byggja hótel á heimsmælikvarða,“ segir Friedman. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hótelið skapa nýja vídd í ferðaþjónustuna og styrkja bæði Hörpu og miðborgina. Borgin leggi áherslu á að allir þeir sem eiga eftir að byggja á svæðinu milli Hörpu og Hafnarstrætis klári um svipað leyti. „Ég vona að þetta muni ekki dragast í meira en svona fimm til sjö ár að allir reitirnir verði fulluppbyggðir. En það þætti nú góður og hraður framgangur á svona stóru og flóknu svæði,“ segir Dagur. Arionbanki hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá fjárfesta að byggingu hótelsins og er einn fjárfestanna og segir bankastjórinn unnið að því að fá fleiri fjárfesta að verkefninu. „Og við vorum þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli að fá alþjóðlega aðila sem hefðu reynslu af svona verkefni. Ég held að það hafi tekist frábærlega vel með því að fá þessa aðila frá Bandaríkjunum, Carpenter og Company,“ segir Höskur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. En hann vill hins vegar ekki upplýsa um heildarfjárfestinguna, né hvernig hún skiptist milli bankans og annarra aðila að svo stöddu máli.
Tengdar fréttir Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust 250 herbergja fimm stjörnu hótel með veislusölum og veitingastöðum mun opna vorið 2018. 14. apríl 2015 17:04 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust 250 herbergja fimm stjörnu hótel með veislusölum og veitingastöðum mun opna vorið 2018. 14. apríl 2015 17:04